Mímir - 01.03.1968, Side 5
TRYGGVI GÍSLASON:
ÁHRIF KRISTNINNAR Á
ÍSLENZKAN ORÐAFORÐA AÐ FORNU
MEISTARAPRÓFSFYRIRLESTUR,
FLUTTUR 3. FEBRÚAR 1968.
Kennarar mínir hafa valið mér verkefni að tala
um: áhrif kristninnar á íslenzkan orðaforða að
fornu.
Nú er ekki með öllu ljóst, hvenær tala má
um íslenzkan orðaforða — eða með öðrum
orðum, hvenær íslenzk tunga verður til. Nota
má málfræðileg rök til að ákveða aldur tung-
unnar — og væri mér það vafalítið sæmst.
Hins vegar má einnig nota félagsleg rök. Þar
sem kristin áhrif hljóta að teljast félagslegt
fyrirbæri — og um þau á að ræða — leyfi ég
mér því að nota félagslegu rökin og tel ís-
lenzka tungu verða til um leið og íslenzkt þjóð-
félag, sem hlaut stjórnmálalega viðurkenningu
árið 930 að voru tali.
Þegar gera skal athugun á orðaforða tungu-
mála, er nauðsynlegt að setja sér fastar starfs-
reglur — treysta hinn fræðilega grundvöll.
Þeir erlendir fræðimenn, sem einkum hafa
ritað um flokkun og athuganir á orðaforða ger-
manskra mála og mér er kunnugt um, eru:
W emer BETZ, Helmut GNEUSS, Einar
HAUGEN og Evelyn S. COLEMAN. Á blaði,
sem áheyrendur hafa vonandi allir fengið, eru
teiknuð flokkunarkerfi þessara fjögurra fræði-
manna ásamt flokkunarkerfi því, sem ég hef
sniðið og hér verður notazt við. Er flokkun mín
reist á athugunum mínum á nýyrðasmíð í mál-
fræði á 12tu og 13du öld, en mið tekið af
fiokkunarkerfum fjórmenninganna, en engin
tvö þeirra eru eins. Gat ég því ekki fengið af
mér að rjúfa þá óeiningu, sem þar ríkti, þó í
bandi friðarins, því að allir þessir fræðimenn
eru sammála um nauðsyn skipulegrar flokkun-
ar orðaforðans á vísindalegum grundvelli —
einkum þeim hluta hans, er tekur til nýyrða.
Nauðsynlegt mun vera að ræða lítillega
þessa flokkgn, sem hér verður notuð, og helztu
frávik hennar frá skiptingu fyrri manna.
Nýyrði eru andstæða erfðarorða, og er fyrsta
stig athugunar á orðaforða málsins að greina
þar á milli. [Bið ég áheyrendur að líta á fyrstu
mynd til að fylgjast betur með þessari grein-
ingu.] Til þess að skilja á milli nýyrða og erfð-
arorða verður að beita sögulegri athugun. Nið-
urstöður greiningar þessarar fara algerlega eftir
málheimildum, og verður vikið að þeim þætti
síðar.
Nýyrði eru greind í þrjá undirflokka: ný-
merkinga, sem eru erfðarorð, er fá nýja merk-
ingu, tökuyrði, þar sem erlendra máláhrifa gæt-
ir, og nýgervinga, og er þar átt við algera ný-
myndun orða.
Hér er það annar undirflokkur, sem varðar
verkefnið — tökuyrðin. Þau eru greind í þrjár
undirdeildir. I fyrsta lagi eru tökumerkingar, en
það eru nýmerkingar, sem verða til fyrir erlend
áhrif. Sem dæmi um töktimerking, erfðarorð,
5