Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 12

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 12
hafi til við þessar aðstæður. Má þar nefna fræðimenn eins og CEDERSCHIÖLD, SEIP, WESSÉN og JESPERSEN [sbr. Otto HÖFLER ANF XLVII 248]. Nefnt hefur verið mál það, er Danir tóku upp í Norðaustur-Englandi, Danalögum, og mál Hansakaupmanna á Norð- urlöndum. Otto HÖFLER ræðir um þetta víxlmál í grein í Arkiv 1931. Segir hann, að annaðhvort sé hér um að ræða tungumál, þar sem notaður er fjöldi tökuyrða, án þess að teljandi breyting- ar verði á málkerfinu sjálfu, ellegar tungumál, þar sem bæði orðaforði og kerfi hafi blandazt og fram komi til víxlis einkenni hvors máls um sig. HELLQUIST telur í riti sínu: Det svenska ordförrádets álder och ursprung II. [1930], að á síðasta skeiði fornsænskunnar, sem talið er ná yfir tímabilið 1375 til 1526, verði til víxlmál fyrir þýzk áhrif, þar sem sjálf málkerfin bland- ist. [Sbr. Hellquist 567, smkv. Wessén Nord- sprák7 91]. Ekki verður frekar farið út í þessa sálma, en hafi slíkt víxlmál verið til — ég tala ekki um, ef unnt er að benda á það meðal lifandi tungna — eru áhrif slíks máls einn fjölmargra þátta, sem taka verður tillit til, þegar kanna á áhrif kristninnar á íslenzkan orðaforða að fornu. Auk þess að beita málfræðilegum athugun- um við rannsókn þessa verkefnis, má fá um það vitneskju, hvaðan og hvenær erlendra máláhrifa er að vænta svo og hvers konar áhrifin eru, með því að leita eftir sagnfræðilegum staðreyndum og menningarsögulegum rökum. Verður nú um stund vikið að þeim þáttum. Að því er virðist, verða engin erlend mál- áhrif greind í frumnorrænum málheimildum —- rúnaristum og örnefnum. Að vísu koma fyrir orð og orðliðir, sem ekki eiga sér hliðstæðu í öðrum germönskum eða jafnvel indó-evrópsk- um málum. Engu að síður getur þetta verið gamall arfur eða sjálfstæð nýmyndun — ný- gervingar, enda virðist ógerningur að greina þessi stakorð frá öðrum erfðarorðum málsins. Enda þótt þessar fátæklegu málheimildir sýni engin erlend áhrif á norrænu, hafa germönsk mál þegið orð að láni á forsögulegum tíma — frá Keltum og Rómverjum. Sem dæmi um töku- orð frá forsögulegum tíma mætti taka: ambátt, brók, embætti, járn, ríkr, valr/valir, en þessi orð eru talin komin úr keltnesku, en orð eins og eyrir, karfi, kaup, lín, grk og vín sögð komin úr latínu. Ókunnur er uppruni tökuorða svo sem apaldr, api, epli, plógr og úlfaldi. [FISCHER Lehnwörter 12—17]. A víkingatímanum aukast samskipti nor- rænna þjóða við önnur menningar- og mál- svæði. Hægt mun hafa farið í fyrstu, þar sem ferðirnar voru ekki kynnisferðir, farnar til að auka þekkingu og víðsýni, heldur til að afla fjár og frama. En í kjölfar verzlunarviðskipta og síðan landnáms norrænna manna í austri, suðri og vestri fylgdu víðtæk menningarsam- skipti samfara málblöndun. Einum þætti þess- arar málblöndunar gerir Dietrich HOFFMANN skil í bók sinni Nordisch-englische Lehnbezie- hungen der Wikingerzeit. Bibliotheca arna- magnæana XIV. 1955. Smátt og smátt ryðja kristin áhrif sér til rúms í Norðurálfu — norrænir menn láta prímsignast (en sögnin prímsigna er eitt hinna kristnu tökuorða, sennilega komið úr fornensku, þar sem orðið heitir primsegnen, gert að fyrir- mynd latneska orasambandsins prima signatio), og eftir að menn eru prímsigndir orðnir, taka þeir að skipta við kristnar þjóðir í suðri, og leiðin opnast til hinna fornu menningarstöðva og nýir hugmyndaheimar og þekkingarsvið birtast. — Það er þá, sem greina má alger umskipti. I fornum islenzkum ritum getur að finna heimildir um upphaf þjóðarinnar og landnám norrænna manna. „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Normenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera við heiðna menn, og létu eftir sig bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir," segir Ari. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.