Mímir - 01.03.1968, Side 17
fornu máli er nefnt manndómur. Hér er um
tökugervinga að ræða, sem gerðir eru að þýzkri
fyrirmynd, eins og önnur orð fornmáls, er enda
á -dómur.
Orðið andi, sem vafalaust hefur verið til í ís-
lenzku frá upphafi, enda þótt það komi ekki
fyrir, fyrr en í sambandinu guðs andi og er þar
samsvarandi latneska orðasambandinu spiritus
dei. Er því um tökumerking að ræða.
Næst skal vikið að einstaka tökuyrði úr hin-
um nýju greinum, er berast með kristninni.
I rímfræði og tölvísi verða til orð eins og
afdráttur, rem samsvarar latínu detractio, og nú
er nefnt frádráttur í reikningsbókum, divisera,
sbr. latínu divisare, deila skipta, nótera, latínu
notare, nón, sbr. fe. non og latínu nona, tákn,
komið úr fornensku tacn, talvíss, sem í Rím-
beglu er notað um rímfróðan mann.
Sum orð í hinum nýju fræðigreinum virðast
komin beint úr latínu, svo sem íslenzk mál-
fræðiheiti miðalda. Sem dæmi um slík orð
mætti taka orðið persóna, sem þegar á 13du öld
er notað um persónur sagna, en enn fyrr var
þetta tökuorð notað í guðrækilegum ritum um
persónur guðdómsins, þ. e. heilaga þrenningu.
Annað málfræðiheiti, sem tekið er beint úr
latínu er sen, hvorugkynsorð, sem táknar máls-
grein, setning, og samsvarar latínu sententia.
Enn má nefna orðið klattsa, latínu clausula, og
partur, en svo nefndu 13du aldar menn orð-
flokkana, og samsvarar þetta orð latínu pars
eða pars orationis, sem þá var nefnt parttir
málsgreinar. Þetta voru tökuorð, en tökugerv-
ingar eru margir í málfræði: samokun, gert að
fyrirmynd latneska heitisins conjugatio, sam-
tenging, latínu conjunctio, raddarstafr, lat.
vocalis, áblásning, latínu aspiratio, framflutn-
ing, sbr. pronunciatio, og nefna mætti töku-
merkinga svo sem: kyn, er samsvarar latneska
málfræðiheitinu genus, mál, er samsvarar oratio
og spgn, er samsvarar dictio, sbr. segja: dico.
Og með kristninni barst ritlistin og þar með
fjöldi tökuyrða, er varða skrift og bókagerð.
Sumt er komið frá Englandi, enda gætir mjög
enskra skriftaráhrifa hér á 12tu og 13du öld.
Annað er komið frá Þýzkalandi — sumt um
Noreg —• og enn annað beint úr latínu.
Orð eins og blek, bók, stafr og þorn eru
komin úr fornensku: blæc, boc, stcef, þorn.
Orðin penni, bréf, plagg og vers munu kom-
in úr lágþýzku: bref, penne, plagge, vers, þótt
þangað séu þessi orð komin úr latínu, eins og
fjöldi nýyrða í evrópskum málum, og úr latínu
um fornensku er talið, að sé komið tökuorðið
punkt(u)r.
1 ]ak Ben Þcettir: Jakob Benediktsson: Þættir úr
sögu íslenzks orðaforða.
HH Þcettir: Halldór Halldórsson: Nýgervingar í
fornmáli. Þcettir urn íslenzkt mál. Reykjavík 1964-
2 Tölur innan hornklofa vísa til síðutalna í töflu I
um flokkunarkerfi nýyrða, bls. 8—9.
Að öðru leyti er ekki leyst úr skammstöfunum í
grein þessari né heldur eru tákn og stórmerki skýrð,
því að allir þeir, sem endast til að lesa til loka, ráða
hjálparlaust í — en um hina þarf ekki að tala.
17