Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 17

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 17
fornu máli er nefnt manndómur. Hér er um tökugervinga að ræða, sem gerðir eru að þýzkri fyrirmynd, eins og önnur orð fornmáls, er enda á -dómur. Orðið andi, sem vafalaust hefur verið til í ís- lenzku frá upphafi, enda þótt það komi ekki fyrir, fyrr en í sambandinu guðs andi og er þar samsvarandi latneska orðasambandinu spiritus dei. Er því um tökumerking að ræða. Næst skal vikið að einstaka tökuyrði úr hin- um nýju greinum, er berast með kristninni. I rímfræði og tölvísi verða til orð eins og afdráttur, rem samsvarar latínu detractio, og nú er nefnt frádráttur í reikningsbókum, divisera, sbr. latínu divisare, deila skipta, nótera, latínu notare, nón, sbr. fe. non og latínu nona, tákn, komið úr fornensku tacn, talvíss, sem í Rím- beglu er notað um rímfróðan mann. Sum orð í hinum nýju fræðigreinum virðast komin beint úr latínu, svo sem íslenzk mál- fræðiheiti miðalda. Sem dæmi um slík orð mætti taka orðið persóna, sem þegar á 13du öld er notað um persónur sagna, en enn fyrr var þetta tökuorð notað í guðrækilegum ritum um persónur guðdómsins, þ. e. heilaga þrenningu. Annað málfræðiheiti, sem tekið er beint úr latínu er sen, hvorugkynsorð, sem táknar máls- grein, setning, og samsvarar latínu sententia. Enn má nefna orðið klattsa, latínu clausula, og partur, en svo nefndu 13du aldar menn orð- flokkana, og samsvarar þetta orð latínu pars eða pars orationis, sem þá var nefnt parttir málsgreinar. Þetta voru tökuorð, en tökugerv- ingar eru margir í málfræði: samokun, gert að fyrirmynd latneska heitisins conjugatio, sam- tenging, latínu conjunctio, raddarstafr, lat. vocalis, áblásning, latínu aspiratio, framflutn- ing, sbr. pronunciatio, og nefna mætti töku- merkinga svo sem: kyn, er samsvarar latneska málfræðiheitinu genus, mál, er samsvarar oratio og spgn, er samsvarar dictio, sbr. segja: dico. Og með kristninni barst ritlistin og þar með fjöldi tökuyrða, er varða skrift og bókagerð. Sumt er komið frá Englandi, enda gætir mjög enskra skriftaráhrifa hér á 12tu og 13du öld. Annað er komið frá Þýzkalandi — sumt um Noreg —• og enn annað beint úr latínu. Orð eins og blek, bók, stafr og þorn eru komin úr fornensku: blæc, boc, stcef, þorn. Orðin penni, bréf, plagg og vers munu kom- in úr lágþýzku: bref, penne, plagge, vers, þótt þangað séu þessi orð komin úr latínu, eins og fjöldi nýyrða í evrópskum málum, og úr latínu um fornensku er talið, að sé komið tökuorðið punkt(u)r. 1 ]ak Ben Þcettir: Jakob Benediktsson: Þættir úr sögu íslenzks orðaforða. HH Þcettir: Halldór Halldórsson: Nýgervingar í fornmáli. Þcettir urn íslenzkt mál. Reykjavík 1964- 2 Tölur innan hornklofa vísa til síðutalna í töflu I um flokkunarkerfi nýyrða, bls. 8—9. Að öðru leyti er ekki leyst úr skammstöfunum í grein þessari né heldur eru tákn og stórmerki skýrð, því að allir þeir, sem endast til að lesa til loka, ráða hjálparlaust í — en um hina þarf ekki að tala. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.