Mímir - 01.03.1968, Page 20
ar kirkjubækur eftir kirkjuárinu undir hverju
heiti). Þá eru einnig taldar þar tvær bækur
írskar, en þar mun einnig átt við messubækur.
Þessar bækur voru í rauninni ekki írskar, en
nefndar svo, af því að hingað bárust þær frá
írlandi.5
Ekki verða bækur á Hálsi og Möðruvöllum
taldar til að ná samanburði. En á það skal
bent, að af messubókum og þeim bókategund-
um, sem greindi, eru fleiri eintök á klaustrinu,
og þar er að finna messubækur, sem alls ekki
eru til á Hálsi, t. d. brefere, kirial, legendaria,
og antefónabækur.
Yfirleitt er mikill munur á bókakosti klaust-
ursins á Möðruvöllum og kirkjunnar á Hálsi að
því er varðar bókafjölda og fjölbreytni. Er þá
vitanlega aðeins miðað við messu- og tíðabæk-
ur, því að ekki var von, að Hálskirkja ætti það,
sem í Möðruvallaklaustursmáldaganum er nefnt
„latínubækur og norrænubækur", sbr. áður
sagt. En klaustrið átti 26 latínubækur og finn-
ast sumar þeirra ekki annars staðar á Islandi en
þar. Og á eftir upptalningunni á latínubókun-
um koma orðin „oc margar skrar adrar miog
gamlar". Sýnir þetta, að ýmsar aðrar bækur
hefur verið að finna á klaustrinu, þótt ekki væri
nánar greint, hverjar þær voru.
Norrænubækur klausmrsins eru um 60 tals-
ins, og eru þær hinar ólíkusm: fræðirit, forn-
sögur, heilagra manna sögur o. s. frv. Fjöl-
margar þeirra er ekki að finna annars staðar
hér á landi.
Til að sýna afbragðs kosti þessarar bókaskrár
í máldaga Möðruvallaklausturs 1461 er vert,
að fram komi, að til eru máldagar frá klaustr-
um, sem geta aðeins um fjölda bóka, en ekki
einstök heiti eða flokka. Segir þannig í mál-
daga Helgafellsklausturs 1186, að þar sé að
finna „hundraþ bækr", þ. e. 120.'1 Ber þetta að
vísu vitni um, að mikið bókasafn hafi verið til
að Helgafelli þegar í öndverðu, en aftur á móti
er ekki unnt að sjá, hvaða bækur þetta voru.
Hins vegar segir í máldaga Helgafellsklausturs
1397, eftir að taldar hafa verið tíðabækur á-
samt gripum innan kirkju, að þar sé „halfur
fiordi tugur norrænv boka. jtem nærre hvndrade
Latinvboka. annad eru tijdabækur".7
Ekki vitum við, hvaða bækur er hér um að
ræða frekar en í fyrri máldaganum, nema hvað
hér er greint á milli norrænubóka og latínu-
bóka. En hafa ber í huga, að á þessum tíma,
þegar Helgafellsklaustur á ekki undir 150 nor-
rænu- og latínubóka, auk tíðabóka, er meðal-
bókafjöldi kirkna 15—20 bækur, og eru þess-
ar fáu bækur kirknanna því nær eingöngu
tíðabækur, eins og fram kemur í máldaga Háls-
kirkju 1461.8
Þá skal það enn nefnt til frekari samanburð-
ar á bókakosti klaustranna, að nokkur vitneskja
er einnig fyrir hendi um bókakost Viðeyjar-
klausturs. Arið 1397 eru þar um 60 bækur af
ólíku efni” Eru sumar þeirra óþekktar annars
staðar hér á landi, en sumar aftur á móti að-
eins þekktar þar og á Möðruvöllum. En vel er
skiljanlegt, að þau þrjú klaustur, sem nefnd
voru, ættu skyld bókasöfn, þar eð þau voru
öll af Ágústínusarreglunni.
1 bókaskrá Viðeyjarklausturs 1397 eru aðeins
13 norrænubækur taldar. En þar er annað frá-
brugðnara, skólabækur eru þar sér í flokki, 17
talsins, en tíðabækur vantar alveg. Er aðeins
sagt í lok skrárinnar: „Jtem ij messuBrever".
Þar sem bókaskrá Hálskirkju telur í ein-
stökum atriðum tíðabækur, en bókaskrá Við-
eyjarklausturs aðrar bcekur, þá sameinar bóka-
skrá Olafs biskups Rögnvaldssonar í máldagan-
um fyrir Möðruvallaklaustur þetta hvort
tveggja. Er því þar að finna merkustu bókaskrá
á íslandi á miðöldum.
TILVITNANIR:
1 íslenzkt fornbréfasafn V, 286—290.
2 Sama rit II, 455.
3 Árbók Landsbókasafns 1946—1947, 75.
4 íslenzkt fornbréfasafn V, 298.
5 Boksamlinger pá Island, 84.
G íslenzkt fornbréfasafn I, 282.
7 SamaritlV, 170—171.
8 Boksamlinger pá Island, 67.
9 íslenzkt fornbréfasafn IV, 110-—111.
20