Mímir - 01.03.1968, Side 21

Mímir - 01.03.1968, Side 21
VIÐTAL VIÐ ÞÓR MAGNÚSSON SAFNVÖRÐ Islenzka þjóðfélagið hefur tekið gífurleg- um stakkaskiptum á síðustu áratugum. Hin gamla íslenzka bændamenning hefur kvatt, og tækni nútímans ryður sér braut á öllum sviðum þjóðlífsins. Við Þjóð- minjasafn Islands er unnið að því að afla heimilda um gamla, íslenzka þjóðhætti. Sá, sem hefur það starf með höndum, er Þór Magnússon, safnvörður. Ritnefnd Mímis óskaði eftir viðtali við Þór, og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. •—- Hvenær réðstu til starfa hér að safninu, Þór? — Það var árið 1964, árið eftir að safnið varð 100 ára. Má segja, að staða mín hafi verið nokkurs konar afmælisgjöf til safnsins. — I hverju er starf þitt einkum fólgið? — Á 100 ára afmælinu var ákveðið að stofna nýja deild innan safnsins, svokallaða þjóðháttadeild. Var ég ráðinn til þeirrar deild- ar, og er starf mitt einkum fólgið í því að safna heimildum um íslenzka þjóðhætti og atvinnu- hætti og varðveita á þann hátt merkilega vitn- eskju um lifnaðarhætti forfeðra okkar. — Hvernig er heimildasöfnuninni háttað? — Við höfum haft þann háttinn á að semja spurningaskrár um tiltekin svið innan íslenzkra þjóðháttta. Við reynum að hafa þessar skrár sem ítarlegastar, og síðan eru þær sendar út um land til fólks, sem við teljum, að hafi á- huga og þekkingu á þessum efnum. Við höfum snúið okkur til fólks um allt land, þannig að enginn landshluti verði útundan. Flestir hafa tekið þessum umleitunum vel. Raunar var byrjað að senda út slíkar spurningaskrár árið 1957, svo að allmiklu efni hefur þegar verið safnað. — Hvað eru þessar spurningaskrár orðnar margar, og geturðu skýrt frá efni einhverra þeirra? — Ég sendi út sautjándu skrána nú skömmu fyrir jólin, og hún fjallar um húsagerð, einkum veggjahleðslu. Sem dæmi um efni, er spurt hefur verið um, má nefna tóvinnu, torfverk, slátrun, nautpening, fráfærur, öflun eldiviðar og líf og dauða í þjóðháttum og þjóðttú. Við höfum ekki bundið okkur við neitt ákveðið svið íslenzkra þjóðhátta, heldur reynt að hafa skrárnar sem fjölbreytilegastar. Rétt er þó að taka fram, að við höfum ekki spurt um neitt viðkomandi sjávarútvegi, þar sem Lúðvík Kristjánsson hefur safnað miklum fróðleik urn sjósókn Islendinga, og er ekki líklegt, að við það safn sé miklu hægt að bæta. — Kemur ekki einhver mismunur fram á þjóðháttum milli héraða og landshluta? — Jú, að vísu kemur fram nokkur mismun- ur, en þó er hann ekki eins mikill og víða ann- ars staðar. Við höfum málið til samanburðar. Hér hafa ekki náð að myndast mállýzkur, svo að heitið geti. Eins er með þjóðhættina. Auð- vitað eru viss orð og hugtök bundin við á- kveðna landshluta, og sum áhöld og vinnu- brögð hafa þekkzt í einum landshluta, en ekki öðrum. Annars eru þjóðhættir hér miklu sam- felldari en t. d. í Skandinavíu, þar sem segja má, að hver landshluti hafi sína eigin menn- 21

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.