Mímir - 01.03.1968, Side 23
verið sendar út fyrir fræðimenn. Onnur fjall-
aði um kvöldvökuna og hlutverk heimilisins í
menningarlífi þjóðarinnar. Sú skrá var send út
fyrir Magnús Gíslason, fyrrverandi námsstjóra,
sem hefur verið með rit í smíðum um þau efni.
Hin skráin var send út fyrir nokkrum árum og
fjallaði um amboðin. Hún var send út í samráði
við Orðabók Háskólans, en Jón Aðalsteinn
Jónsson hefur unnið að rannsóknum á heyskap-
armáli Islendinga. Stendur til að senda síðar út
fleiri skrár varðandi það efni. Og nýjasta skráin,
sú sem fjallar um byggingar, er eiginlega send
út að undirlagi Harðar Ágústssonar, sem hefur
um nokkurt árabil verið að rannsaka íslenzka
húsagerð.
— Islendingar eru mjög hreyknir af sinni
sögu. En sú saga, sem skráð hefur verið og
kennd, er einkum saga höfðingja, kirkju, stjórn-
arfars og bókmennta. Væri ekki þörf á að kenna
almenna menningarsögu Islendinga og þjóð-
fræði við Háskóla Islands?
— Jú, vissulega væri þörf á því. Má segja,
að þar sé mikil gloppa í kennslu íslenzkra
fræða. Við höfum lengi verið bundnir um of
við fornmenningu okkar, sem er bókmennta-
legs eðlis. En það eru aðrar hliðar á okkar
memiingu, sem lítið hefur verið sinnt. Víðast
erlendis, þar sem við þekkjum til, eru þessar
fræðigreinar, þjóðháttafræði og þjóðfræði,
kenndar við alla háskóla. Það hlýtur að vera
mikils virði að kunna skil á lifnaðar- og at-
vinnuháttum þjóðar sinnar, ef skilja á sögu
hennar. Mér þykir ekki ólíklegt, að einhvern
tíma verði farið að hugsa til þess að kenna ís-
lenzka og norræna menningarsögu við Háskóla
íslands. Eg hef oft verið spurður að því, hvers
vegna ekki er kennd fornleifafræði við Háskól-
ann. Þar gegnir nokkuð öðru máli. þar sem við
eigum enga forsögu, því að saga íslands hefst
um leið og söguritun hefst, eiginlega í lok for-
sögulega tímans. Hér á landi er því ekki um
neinar fornleifar að ræða, en auðvitað eigum við
okkar sögualdar- og miðaldafornfræði og seinni
alda fornleifar, sem eru alls ekki ómerkar.
— Hér kemurðu að viðkvæmu máli. Sumir
eru þeirrar skoðunar, að við eigum okkar for-
sögu eins og aðrir og hér hafi búið álitlegur
hópur manna, áður en norrænir menn komu til
landsins. Hvað viltu segja um þá skoðun?
— Heyrt hefur maður þessa kenningu, og
sumir berjast fyrir henni af miklum móði.
Þetta virðist eiginlega vera orðinn átrúnaður
hjá vissum hópi manna. Því miður hefur forn-
leifafræðin ekki enn getað stutt þá kenningu,
að hér hafi lifað fjölmennur hópur keltneskra
manna, áður en norrænir menn komu. Þótt við
ætmm ekki Landnámu né annan staf skrifaðan
fyrir siðaskipti, gætum við samt sagt um það
með nokkurri vissu, hvenær Island byggðist.
Það sæjum við á fornleifunum. Elztu graf-
fundir íslenzkir eru frá 10. öld, allt greinilega
norrænar grafir. Hlutirnir, sem í þessum gröf-
um finnast, eru sömuleiðis norrænir. Varla
nema einn og einn hlutur í þessum gröfum get-
ur verið af öðrum toga spunninn og ekki fleiri
en eðlilegt má kallast, því vitað er, að norrænir
menn höfðu töluverð samskipti við Irland á
þessum tíma. I Noregi finnast oft írskir gripir
frá víkingaöld, sem eru taldir hafa borizt þang-
að með kaupmönnum eða öðrum, sem til Ir-
lands fóru. En enginn Norðmaður heldur fram
þeirri kenningu, að Irar hafi setzt að í Noregi,
svo að nokkru næmi. Við gætum líka sagt um
það, .hvenær kristnin kom til Islands. Það er
hætt að grafa menn að heiðnum sið um árið
1000. Kristnin bannaði að sjálfsögðu, að menn
væru grafnir með vopnum sínum og áhöldum,
hestum og skipum. Nýir greftrunarsiðir sýna
okkur ótvírætt fráhvarfið frá heiðnum sið til
kristins. En svo að við víkjum aftur að Irunum,
hefur það sýnt sig, að margt það, sem menn
töldu írskt, er það alls ekki. Risturnar í hellun-
um í Rangárvallasýslu, sem Einar Benedikts-
son skrifaði heila bók um og taldi vera verk
Kelta, reyndust við rannsókn Matthíasar Þórð-
arsonar, þjóðminjavarðar, vera seinni tíma
verk, fangamörk manna frá 17., 18. og 19. öld.
Reyndar gerðu menn nýja hella á Islandi allt
fram á þessa öld. Nokkuð víða eru til örnefni,
sem heita eftir pöpum og Irum, og eru þau
23