Mímir - 01.03.1968, Síða 24

Mímir - 01.03.1968, Síða 24
dreifð um mestallt landið. Að vísu eru papa- örnefnin flest á Suðausturlandi, en Iranöfnin eru víða um land og sum á ólíklegustu stöðum. Næsta sumar stendur víst til að rannsaka fornar tættur í Papey, og verður fróðlegt að vita, hvað hefst upp úr þeim rannsóknum. Ef hér fara að finnast írskir hlutir og grafir írskra manna, horf- ir málið öðruvísi við. Þá mundum við, sem að fornleifarannsóknum vinnum, verða fyrstir manna til að breyta okkar skoðunum eftir því. — Nú hefur þú unnið við fleira á vegum Þjóðminjasafnsins en þjóðháttadeildina. Hver hafa verið störf þín á sumrin? — Á sumrin hef ég einkum fengizt við forn- leifarannsóknir. Undanfarin fimm sumur hef ég verið við fornleifarannsóknir austur í Hvítár- holti í Hrunamannahreppi. Rannsóknum þar er lokið, og ég veit ekki, hvort tekið verður til við rannsóknir af slíku tæi í náinni framtíð. I Hvítárholti grófum við upp heilan landnáms- bæ, sem hvergi er getið um í rituðum heimild- um. Þetta sýnir okkur, að Landnáma segir okk- ur ekki allt. Þessi bær hefur byggzt á 10. öld og lagzt í eyði seinna á öldinni. Þetta þykjumst við sjá af húsagerðinni og þeim hlutum, sem þarna fundust og eru greinilega frá landnáms- öld. — Hvernig er með áhuga og skilning al- mennings á fornleifafræði og rannsóknum á ís- lenzkum þjóðháttum? — Oneitanlega verður maður þess stundum var, að skilningurinn er takmarkaður, einkum hjá yngra fólki. Sumum finnst það hálfgert sérvizkudútl að vera að safna heimildum um íslenzka þjóðhætti. Aftur á móti þykir öllum sjálfsagt að rannsaka sögu, og sagnfræðingar eru taldir nauðsynlegir menn. Eg hef grun um, að í þessum efnum ríki einhvers konar milli- bilsástand. Gamla fólkið hefur mikla ánægju af því að segja frá lífinu, eins og það var á þess uppvaxtarárum, og sér eftir gamla tímanum með nokkrum söknuði. Unga fólkið virðist hins vegar ekki hafa meðtekið hinar stórfelldu breyt- ingar, sem orðið hafa á þjóðlífinu á undanförn- um áratugum. Mönnum hefur legið svo mikið á að kasta frá sér gamla tímanum og því, sem honum tilheyrði. Þó er ég ekki frá því, að fólk sé nú farið að gefa meiri gaum að siðum og venjum fyrri tíma fólks. Ymsum gömlum hlut- um þykir fólki gaman að sökum þess, að þeir eru skrýtnir. Menn eru farnir að nota gamla spunarokka sem stofustáss og hengja jafnvel upp gamla olíulampa og lýsislampa í sama til- gangi. — Hvað er nú framundan í rannsóknum á íslenzkum þjóðháttum? — Við munum halda áfram að senda út spurningalista svo lengi, sem það ber nokkurn teljandi árangur. Auðvitað er það svo, að gamla fólkið deyr og tekur með sér vitneskju sína um liðna tíð. Þegar ég byrjaði á þessum störfum, vorum við í sambandi við fólk, sem mundi allt aftur til 1880. Nú er þetta fólk dáið eða hætt að geta skrifað. Þeir, sem nú standa í sambandi við okkur, muna ekki öllu iengra en til alda- móta. En ég vona, að sú nýbreytni verði tekin upp í þessum rannsóknum að taka heimilda- kvikmyndir um íslenzka þjóðhætti. Fræðslu- myndasafn ríkisins hefur þetta á stefnuskrá sinni, og nú fyrir skömmu var haldinn fundur um þetta mál, þar sem þeir, sem helzt hafa veitt þessu stuðning og áhuga, voru mættir. Er þess að vænta, að fé verði veitt til þess, að unnt verði að koma þessum fyrirætlunum í fram- kvæmd. Ef af þessu verður, munum við reyna að taka myndir af þeim íslenzku þjóðháttum, sem enn eru lifandi og sömuleiðis setja á svið gömul vinnubrögð, sem nú eru af lögð, eftir því sem fólk kann skil á þeim. Þá má bæta því við, þótt það tilheyri ekki mínu starfi beinlínis, að Hallfreður Örn Eiríksson hefur ferðazt um landið undanfarin ár og safnað miklu efni, sem varðar þjóðiög, kvæðalög og þjóðsögur. Þetta starf hefur Hallfreður unnið að nokkru leyti á vegum Þjóðminjasafnsins og að nokkru leyti á vegum Handritastofnunar Islands. Þegar farið verður að kenna menningarsögu og þjóðháttafræði við Háskóla Islands, má bú- ast við, að stúdentar muni velja sér rannsóknar- efni af sviði íslenzkra þjóðhátta meir en enn 24

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.