Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 29

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 29
spretta upp úr. Mikið magn mun og hafa fokið í ár og vötn. Lá við borð, að mörg vötn fyllt- ust og þornuðu upp, einkanlega í Jökuldals- heiðinni. Þorvaldur Thoroddsen segir t. d., að Grunnavatn í Jökuldalsheiði, sem áður hafi verið stórt vatn, hafi þornað svo upp af völd- um vikuröskunnar, að varla sé eftir nema lítill pollur af því. Enn í dag má sjá í botni og fjöru- borði margra hinna grunnu og stóru vatna á Jökuldals- og Fljótsdalsheiðum geysimikil vik- urlög, sem lita vatnið gulgrátt, er þau ýfast upp í ölduróti. Enn þá gefur því að líta minjar Oskjugossins mikla á þessum slóðum. B. Jökuldalsheiðin Margt hefur verið ritað um byggðina í Jökul- dalsheiðinni, sem nú er með öllu komin í eyði. Byggðarsaga Jökuldalsheiðarinnar, svo og ann- arra heiðarbyggð á voru landi, er á margan hátt sérstæð og eftirtektarverð. Hún sýnir okkur, að þegar fjöldi fólksins í landinu var orðinn svo mikill, að hvert kot á láglendissvæðum var set- ið, leitaði fólkið inn á hálendi landsins til þess að hefja landnám. Voru þá vanalega valin til staðfestu hin grösugu og víðáttumiklu heiða- lönd, sem víða eru, t. d. á Norð-Austurlandi. Líf fólksins í þessum heiðakotum var reyndar hálfgerð harmasaga í íslenzku þjóðlífi. Byggðin var strjál, og fólkið mátti heyja harða baráttu við óblíða veðráttu landsins, því að vetrarríki var oft mikið. Húsakynnin voru oftast léleg, enda var erfitt um öflun byggingarefnis, þar sem sjávargata var löng. Ekki var ávallt auðvelt að greina íveruhús frá útihúsum. Þegar hart var í ári, var skortur og örbirgð algeng á þessum heiðabýlum, og lagðist þá oft niður byggð á þeim um stundarsakir. Heiðarbyggðin átti þó einnig sínar ljósu hliðar. Sumarfegurð er þar oft mikil, grasið var kjarngott og gott til beitar, og oft var mikil silungsveiði í vötnunum, sem var til mikilla búdrýginda. Með breyttum þjóð- félagsháttum 20. aldar leggst niður byggð á flestum þessum heiðalöndum, og eru þar nú aðeins grasi grónar rústir til minja um líf horf- innar kynslóðar. Eitt þessara byggðu heiðarlanda var í Jökul- dalsheiðinni, sem er víðáttumikið og tiltölulega slétt landsvæði á hálendinu vestan við dalinn sjálfan og liggur á milli Jökuldals og Vopna- fjarðar í stefnu frá suð-austri til norð-austurs. Byggð þessi upphófst mjög skyndilega á ára- tugunum 1840—1860, en stóð tiltölulega skamma hríð, eða um það bil eina öld. Átti Oskjugosið 1875 vissulega sinn þátt í endalok- um hennar, enda þótt flestöll kotin byggðust aftur eftir öskufallið. Þegar mest var byggt í Heiðinni, eru talin vera þar alls sextán býli. Byggjast þau öll á tiltölulega skömmum tíma, eða á árunum 1841 —1862, eins og áður er getið. Byggðinni var skipt í Suður- og Norðurheiði, og eru mörkin milli þeirra þar, sem nú liggur þjóðvegurinn til Austurlands, en áður var þar jafnan alfaraleið þegar farið var yfir „Fjöllin". Nöfn býlanna voru sem hér segir: A) Norðurheiðin: 1) Gestreiðarstaðir 2) Háreksstaðir 3) Lindasel 4) Hlíðarsel 5) Fagrakinn 6) Ármótasel 7) Rangalón 8) Melur (Melar) 9) Hólmavatn B) Suðurheiðin: 10) Grunnavatn 11) Heiðarsel 12) Veturhús 13) Hneflasel 14) Víði(r)hóll 15) Sænautasel 16) Háls Tvö síðast nefndu býlin í Norðurheiðinni, Melur og Hólmavatn, munu fljótlega hafa far- ið að tilheyra Vopnafirði, a. m. k. um kirkju- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.