Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 30

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 30
sókn, en landamerki hafa verið óglögg þar á milli. Arið 1875 munu a. m. k. fjögur þessara býla hafa verið fallin úr ábúð. Voru það Lindasel, Hlíðarsel og Hólmavatn í Norðurheiðinni, en Háls (og e. t. v. Hneflasel að einhverju leyti) í Suðurheiðinni. Við öskufallið fóru í eyði öll býli Suðurheiðarinnar, sem ekki voru þá þegar komin úr ábúð, auk þess Armótasel, sem er á mörkum byggðanna. I eyði hafa þá farið eftir- talin býli sex eða sjö talsins: 1) Armótasel 2) Sænautasel 3) Heiðarsel 4) (Hneflasel) 5) Víði(r)hóll (að nokkru leyti) 6) Grunnavatn 7) Veturhús Astæðan fyrir því, að byggðin í Suðurheið- inni eyddist svo gjörsamlega, en Norðurheiðin slapp að heita má alveg, var sú, að öskulagið var þar mun þykkara. Norðurjaðar öskubeltis- ins lá um miðju Heiðarbyggðarinnar í línu ská- hallt um Sænautavatnið norð-austur um heið- ina. Þar fyrir norðan mátti heita, að engin aska félli, og var því Norðurheiðinni borgið. Bóndinn á Víði(r)hóli, Bjarni Rustikusson, sem kallaður var hinn „rami", var sá eini, sem ekki flýði byggðina algjörlega. Eftir öskufallið flutti hann sig niður að Hákonarstöðum, sem þá höfðu verið yfirgefnir. Bjargaði hann fénaði sínum á nytjum beggja jarðanna það árið.8 Annars flýðu allir Heiðarbændur sem og Efri-Jökuldælingar fyrst í stað til Vopnafjarð- ar með fólk sitt og fénað, og má geta nærri, að jarðir í Vopnafirði hafa verið fullsetnar á þess- um tíma. Höfðu búendur þaðan verið að leita sér að staðfestu í Heiðinni næstu árin á undan vegna landþrengsla. Sýnir þetta, að Vopnfirð- ingar hafa brugðÍ2t vel við þörf nauðleytar- mannsins, er þeir tóku við svo mörgu aðkomu- fólki pieð fjölda kvikfjár inn á bújarðir sínar, sem þó voru fullsetnar fyrir. Þetta hafði þær af- leiðingar, að Vopnafjarðarbændur sjálfir kom- ust á vonarvöl og fluttu síðan til Vesturheims, samhliða Heiðarbúum og á eftir þeim.!' Næstu árin eftir öskufallið voru þó öll heið- arbýlin, sem gosið eyddi, tekin aftur í ábúð, eitt af öðru, að undanteknu Hneflaseli, sem var fallið úr byggð fyrir fullt og allt, enda eitt- hvert hæsta byggt ból á Islandi. Víst má það teljast furðulegt, að svo harðbýlt svæði sem Jökuldalsheiðin er, skyldi byggjast aftur eftir öskufallið. Hafa því sennilega valdið land- þrengslin. Nokkur ár liðu þó, þar til öll býlin höfðu verið tekin til ábúðar á ný. Það er og eftirtektarvert, að býli Suðurheiðarinnar héldust lengur í ábúð en býli Norðurheiðarinnar, og má e. t. v. þakka það öskufallinu mikla, enda þóttt það kunni að hljóma hálf einkennilega. Eftir mínum útreikningum hafa því farið í eyði ails 18 býli á Efra-Jökuldal og í Heiðinni, enda þótt þau séu vanalega talin 17 í heimild- um frá þessum tíma. Má vera, að Hneflasel sé þar ekki meðtalið eða þá, að Víði(r)hóll hafi verið talinn í ábúð þetta ár. Kemur þá talan 18 heim við heimildirnar. C. Fljótsdalshérað og Austfirðirnir Eins og drepið hefur verið á, urðu afleiðingar öskufallsins langalvarlegastar á Efra-Jökuldal og í suðurhluta Heiðarbyggðarinnar, sem gjör- eyddust að heita mátti fyrsta árið. Ekki er þó þar með sagt, að afieiðingarnar hafi ekki kom- ið þungt niður annars staðar á öskusvæðinu og þá einkanlega á efra hluta Fljótsdalshéraðs. Um þetta segir svo í Isafold í október árið 1875: Mest var askan á Jökuldalnum, og vilji maður telja öskusveitirnar eptir öskumagninu verður röðin hjer um bil þessi: Jökuldalur, Fell, Fljótsdalur, Skóg- ar, Vellir, Eyðaþinghá, Skriðdalur, Fram-Tunga og Hjaltastaðaþinghá. I þessa firði náði askan, en var þar nokkru minni til jafnaðar: Borgarfjörð, Loð- mundar-, Seyðis-, Mjóa-, Norð-, Reyðar- og Fá- skrúðsfjörð. Lítilsháttar fjell og í Stöðvarfjörð og Breiðdal innst.10 I öllum sveitum Upp-Héraðs var askan svo þykk, að alger jarðbönn gerði fyrst í stað. Attu 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.