Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 34
um og fyrirmælum höfundar til hins ýtrasta. I
höndum ieikstjóra er sú hætta ævinlega mikil,
að ýmislegt sé túlkað á annan hátt en höfund-
ur hefur ætlazt til. Langvarandi hefð við svið-
setningu leikrita og túlkun hlutverka skapar
næstu sýningum föst lögmál, en alltof sjaldan er
skyggnzt í þær forsendur, sem ,lögmál’ þessi
hvíla á. í nýjasta grundvallarriti Shakespeare-
rannsókna1 hefur verið rakið ýtarlega, hvernig
margra alda leikhúshefð hefur gerbreytt túlkun
á verkum Shakespeares frá upphafi; hvað Jó-
hann snertir, hófst þessi þróun mála þegar með-
an hann var lífs, án þess hann fengi sjálfur rönd
við reist.
Það sem leikstjóra ber því að gera, þegar
hann fær gamalt verk til meðferðar, er að meta
réttmæti leikhefðarinnar og erindi leikritsins
við nútímaáhorfendur. Allt er breytingum háð,
og oft verður að túlka tilfinningar og boðskap
í leikriti með dálítið breyttum hætti fyrir nú-
tímaáhorfendum, t. d. leggja aukna áherzlu á
afmarkaðan þátt verksins. Slíkt mat er þessum
leikstjóra fjarri að því er virðist; við þessa sýn-
ingu er hefðinni fylgt að öllu leyti, í gerð leik-
tjalda og túlkun hlutverka, og í annan stað er
það, sem hann leggur sjálfur til, sízt til þess
fallið að færa áhorfendur nær verki Jóhanns.
Eins og sést á lýsingunni hér að framan, er
þáttur landsins, öræfanna, dreginn mjög sterk-
lega fram í allri gerð leiktjalda. En landið er í
sjálfu sér aðeins aukaatriði í leikritinu; aðal-
efni þess er rómantísk ástarsaga, athugun á
viðnámsþrótti hinnar algeru ástar gegn ytri
þrengingum. Túlkun leikstjórans réttlætir As-
geir Hjartarson með eftirgreindum skilningi á
leikritinu:
Það er framar öllu rómantísk ástarsaga, þrungin
sárum hörmum, sáifræðileg lýsing og könnun á
dýpsta eðli hinnar skilyrðislausu ástar, en um leið
hörmungarsaga þjóðarinnar um langar og myrkar
aldir, þjóðar, sem varð að þola áþján og kúgun er-
lends valds, ,ís og hungur, eld og kulda’. Orlög út-
laganna hljóta að ganga okkur nærri hjarta á með-
1 Jan Kott, Shakespeare, Our Contemporary. London
1964.
an þjóðin gleymir ekki fortíð sinni, og það má hún
sízt af öllu; það er von mín og ósk, að ,Fjalla-Ey-
vindur’ megi sem lengst orka djúpt á hugi Islend-
inga. (Þjóðviljinn ... jan. 1967)
Að mínu viti er þessi skilningur rangur.
Hversu sem forsaga leikritsins er túlkuð, sé ég
ekkert í því sjálfu, sem bendir til þess, að það
sé öðrum þræði sagan af hörmungum þjóðar-
innar í þúsund ár. Onnur leikrit munu vera
betur til þess fallin að segja þá sögu og birta
íslenzka þjóðhætti á fyrri tíð. Vissulega hefur
Jóhann í upphafi ætlað sér að semja leikrit um
útilegumenn og íslenzk örlög, en um það leyti
sem leikritið var að gerjast í huga hans, tókust
ástir með honum og giftri, danskri konu, sem
var eldri en hann, Ingeborg Thidemann, og
leikritið hlaut á þeim tíma endanlega gerð, eins
og Helge Toldberg rekur í bók sinni. Og sjálfur
hefur Jóhann sagt: ,Halla er en dansk Kvindes
Siæl’. Eins og Jóhann hefur gengið frá leikrit-
inu, skipar ást þeirra Kára og Höllu mest rúm;
saga þeirra hefði í stórum dráttum getað gerzt
hvar f heiminum sem væri, en hún afmarkast
af íslenzkum þjóðfélagsháttum og kaldri, ís-
lenzkri veðráttu. Gagnstætt vonum var það hið
framandlega, íslenzka umhverfi, sem hreif mest
danska leikhúsgesti. Þetta umhverfi er orðið
svo fjarlægt Islendingum nútímans, að þeim er
búin sýning þessa verks, sem leggur óhóflega
áherzlu á umhverfislýsinguna, dregur hana jafn-
vel fram sem aðalatriði verksins. En það er
kannski til of mikils mælzt, að leikstjóri taki
mið af nýjum grundvallarrannsóknum á því
verki, sem hann hefur fengið í hendur.
Saga sú, sem er uppistaða leikritsins, ástar-
saga Kára og Höllu í blíðu og stríðu, var held-
ur ekki sett fram óaðfinnanlega í sýningu Leik-
félags Reykjavíkur. Halla er ekki lengur ung
stúlka, þegar hún verður ástfangin fyrsta sinni,
en svo gagntekin verður hún, að hún fórnar
öllu fyrir ást sína; ástin verður henni lífið sjálft.
En ástríðufuna þessara daga var ekki að finna
í sýningunni. Víst ljómuðu þau hvort á annað,
en þau voru eins og hjón, sem gift hafa verið
lengi. Sýningin var þung og hæg; öllu virtist
34