Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 35

Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 35
beint að átökum 4. þáttar, en með því að ræna fyrstu þættina þeim bríma og gleði, sem les- andi meðtekur, voru þau átök svipt einni vídd, endurminningunni um liðna hamingjudaga. Hinar ljóðrænu, rómantísku setningar, ein mesta prýði leikritsins, féllu vængstýfðar niður fyrir sömu sök. Olíkt skemmtilegra hefði verið að fá að sjá nýja, ferska, hugmyndaríka •—■ og trúa túlkun á þessu tímamótaverki íslenzkra leikbókmennta. III. Fyrsta verkefni ieikársins í Þjóðleikhúsinu var Galdra-Loftur undir stjórn Benedikts Arnason- ar. Tónlist Jóns Leifs, sem leikin var, var fram- lag leikhússins til norrænu tónlistarhátíðarinn- ar. Forleikir þáttanna eru áheyrilegar tónsmíð- ar, en undirspil við dramatíska atburði leikrits- ins dró víða úr áhrifamætti þeirra og setti sýn- ingunni sums staðar óæskilegar skorður. Leik- tjöld voru hefðbundin nema í lokaatriðinu í kirkjunni; þar hverfa öll tjöld og Loftur flytur særingar sínar einn á auðu sviði, en raddirnar hljóma að honum úr öllum áttum. Þessi breyt- ing frá fyrri sýningum var til bóta, og hefði mátt ganga lengra í þá átt. Hinu stutta loka- atriði var sleppt, en ýmsum hefur þótt það at- riði vandræðalegt. Búningar voru samfelldur dýrðaróður til Saumastofu Þjóðleikhússins; ráðs- maður og biskup í flekklausum tignarklæðum, og klæði ölmusumanna voru nýsaumuð, hrein og fín. Að undanteknu Iokaatriði hefur leik- stjóri fetað troðnar slóðir að öllu leyti. En hverjir eru möguleikar til túlkunar á þessu leikriti? I leikdómi var slegið fram þeirri hugmynd að sýna baráttu Lofts móti bakgrunni nútímavísinda og tækni í ætt við það, sem Odd- ur Björnsson hefur Ieitazt við í Hornakóralnum. Þess háttar túlkun er heldur vafasöm, því leik- ritið er sálfræðilegs eðlis fyrst og fremst. Þar sem þessi skilningur á verkinu er ótvíræður, er engin ástæða til að nostra við það að hafa bún- ínga og leiktjöld með sem mestum raunveru- leikablæ. Það gerir ekki annað en dreifa at- hyglinni. I leiftrandi myndauðgi og málfegurð rís Galdra-Loftur hátt yfir öll önnur íslenzk leikhúsverk að Islandsklukkunni einni undan- skilinni. Vegna traustra og margslunginna inn- viða liggur það bezt allra íslenzkra leikrita við stílfærðri sviðsetningu. Æskilegust væru óbrot- in tjöld, skuggamynd kirkjuklukknanna að baki og örfáar táknmyndir til þess að gefa til kynna breytt svið þriðja þáttar, en yfir öllu grúfandi myrkur, sem temprað væri og breytt með hinum ágæta ljósakosti leikhússins. Nýleg sýning á Þrettándakvöldi Shakespeares undir leikstjórn sama manns birti prýðisgóð dæmi þvílíkra vinnubragða, en það er eins og hug- myndirnar þverri, þegar innlend leikhúsverk eru tekin til meðferðar. En þar sem um sál- fræðilegt verk er að ræða, er öllu alvarlegra, að þess sjást engin merki, að persónur og sam- skipti þeirra hafi verið tekin til endurmats, þeg- ar sýning þessi var unnin. Galdra-Loftur er um margt miklu þrosk- aðra verk en Fjalla-Eyvindur, en um gildi þess hafa menn ekki verið á einu máli. í leikskrá lýsir tónskáldið, Jón Leifs, skilningi sínum með þessum orðum: Ætíð hef ég talið leikritið fremur draumaumbrot æskumannsins en drama í venjulegum skilningi. (bls. 26) Ummæli þessi eru fremur óljós, en þau end- urspegla viðhorf margra til leikritsins. Það sem því hefur helzt verið fundið til foráttu (að þeim nýlegu aðfinnslum slepptum, að þjóðsagan og landið skipi óhæfilega lítið rúm!) er, að Loftur sé ósannfærandi persóna, valdasjúkur, ruglað- ur unglingur í stað þess ofurmennis, sem Jó- hann hafi ætlað sér að skapa. I annan stað er talað um losaraleg efnistök, þar sem höfundi mistakist að draga þræðina saman í dramatísk leikslok. Fyrri aðfinnslunni er ég mjög ósammála. Að vísu hefur Jóhann haft í huga öðrum þræði að afsanna kenningar Nietzsches. En tvískinnung- ur Lofts á leið hans til valdsins, örnæm sál- fræðileg könnun höfundar á forsendum fyrir breytni hans og viðbrögðum styrkir verkið í heild í stað þess að veikja það. Harmleikurinn 35

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.