Mímir - 01.03.1968, Page 38
LJÓÐRÝNI
„Á LANGFERÐUM LÍFS MÍNS OG BRAGS"
Það mun einróma álit manna, er dómbærir
teljast, að Snorri Hjartarson sé listfengnasta
ljóðskáld okkar sem nú er uppi og meðal hinna
mestu fagurkera íslenzkrar ljóðlistar fyrr og
síðar. Undansláttarlausar fegurðarkröfur hans
eiga sér fáar hliðstæður, og vandfýsi hans í
samskiptum við málið bregzt sjaldan. Sam-
kennd með íslenzkri náttúru er heit og tilfinn-
ingin fyrir stríðandi lífi þjóðarinnar djúp og
einlæg:
Hér vefur móðurfaðmi hlíðin há
og hlúir frjómild lífsins smæstu þjóð
og allt í kring er auðnin köld og grá,
ísköld og járngrá, slungin fölri glóð.
Mín blómahlíð, mitt land, mín litla þjóð!
Þessir eiginleikar Snorra Hjartarsonar, sem
eru sterkastir strengir í skáldskap hans, hljóta
að beina huganum að öðru íslenzku skáldi, sem
lézt í Kaupmannahöfn öld áður en Snorri kom
fram á vettvang ljóðlistarinnar. Um Jónas Hall-
grímsson skal ég ekki fjölyrða. Fáir hafa betur
ritað um skáldskap hans en Halldór Laxness í
Alþýðubókinni; hann kallar Jónas „skáld ís-
lenskrar vitundar því svo eru kvæði hans ó-
rjúfanlega teingd þeim eigindum er marka ís-
lendíngum sérstöðu að þeirra verður ekki not-
ið þess utan”.
Mörg kvæði hafa verið ort um Jónas Hall-
grímsson, og væri fróðlegt rannsóknarefni útaf
fyrir sig að kanna þau með nokkrum hætti. Sér-
stæðust tel ég þó ljóð Snorra Hjartarsonar tvö,
Jónas Hallgrímsson í Kvæðum, 1944, og
Hviids Vinstue í Laufum og stjörnum, 1966.
Gegnir raunar ekki furðu, að Snorra tækist vel
að yrkja um Jónas, svo skyldir sem þeir eru um
margt í skáldskapnum.
Mig langar til að fara nokkrum orðum um
þessi tvö kvæði Snorra; ekki eingöngu til að
sýna hvernig nútímaskáld yrkir um Jónas Hall-
grímsson, heldur og sökum þess, að ég tel þessi
ljóð veita allgóða hugmynd um einkenni Snorra
Hjartarsonar og þá stefnu sem skáldskapur
hans hefur tekið, eins og sjá má af Laufum og
stjörnum.
Fyrra ljóðið er á þessa leið:
Döggfall á vorgrænum víðum
veglausum heiðum,
sólroð í svölum og góðum
suðrænublæ.
Stjarnan við bergtindinn bliknar,
brosir og slokknar,
óttuljós víðáttan vaknar
vonfrjó og ný.
Sól rís úr steinrunnum straumum,
stráum og blómum
hjörðum og söngþrastasveimum
samfögnuð býr.
38