Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 40
þessar litskrúðugu myndir eru síðan felldar
saman, svo haglega, að ekki sér missmíði á;
Ijóðið er í fullkomnu jafnvægi. I þriðja erindi
dvelur skáldið við sólaruppkomuna, en síðan
kemur hreyfing á myndflötinn: Ein gengur
léttfætt að leita.
Hljómlistin á hér einnig sinn þátt: hljómfall
Ijóðsins er beinlínis töfrandi, eins og hver getur
fundið með því að lesa það upphátt. T. a. m.
lokaorð braglínanna, sem geyma endarímið:
Víðum — heiðum — góðum; bliknar —
slokknar — vaknar, o. s. frv.
Þannig finnum við margt við lestur þessa
litla ljóðs: Djúpa tilfinningu fyrir náttúrunni
og lífi jarðar, óvenjulegt málskyn og næmleik
auga og eyra. Mér er ekki kunnugt um neitt
ljóð um Jónas Hallgrímsson, þar sem beitt sé
svipaðri aðferð og hér, nema ef vera skyldi hið
íðilfagra erindi Jóhanns Sigurjónssonar, og
kann að vera að það hafi komið Snorra á
sporið:
Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi.
Svo voru þínir dagar
sjúkir en fagrir,
þú óskabarn
ógæfunnar.
Tuttugu og tveimur árum eftir að ljóðið um
Jónas Hallgrímsson birtist í fyrstu bók Snorra
Hjartarsonar, kom út þriðja bók hans, Lauf og
stjörnur. Þá var mikið vatn til sjávar runnið í
íslenzkri ljóðlist, og Snorri hafði hlýtt kalli
tímans og endurskoðað viðhorf sín til ljóðsins.
Og hér gat að líta niðurstöður þess endurmats.
I stað litskrúðs og dýrra hátta, glitofins ríms, í
stað heitra eggjunarljóða og kliðmjúkra man-
söngva, var kominn ljós og tær einfaldleiki í
hugsun og framsetningu, meitlað hnitmiðað
táknmál. Ljóðin eru öll stutt, sum örstutt, og
skírð til slíkrar hlítar í deiglu einfaldleikans, að
lesandinn hefur stundum á tilfinningunni að
engu atkvæði megi hnika til, eigi myndin ekki
að kollsteypast. En svo snjall er Snorri, að lang
oftast tekst honum að láta myndir sínar vega
salt á nálaroddi, segja nákvæmlega það sem
fyrir honum vakir, hvorki meira né minna. Þessi
Ijóð leyna þéttingsmikið á sér, og bókin verður
lesandanum því hugstæðari sem hún er oftar
lesin.
I þessari bók er nýtt Ijóð um Jónas Hall-
grímsson. Heitir það Hviids Vinstue, en það
er nafn á knæpu einni í Kaupmannahöfn þar
sem sagt er að Jónas hafi smndum setið. Og
Snorri skynjar svip hans þar ennþá:
Brenna augun þín brúnu
frá borðinu þarna í köldum
skugga þíns skapadags
Heyri ég hikandi þung
hinztu fótatök þín
hverfa í ysinn að utan
Heyri þau heyri þau óma
í hugar míns djúpi sem fyr
á langferðum lífs míns og brags.
Þetta ljóð er vissulega gagnólíkt hinu fyrra.
Hér er ekkert málskrúð, ekki seiðandi hljómfall,
engar glæsimyndir úr náttúrunni. Túlkunin er
knöpp svo sem mest má vera, innhverf og per-
sónuleg eins og í öðrum ijóðum Snorra, en hér
er sitthvað það á braut, sem mest seiddi lesend-
ur hans áður. Engin brögð í meðferð máls og
ríms, hvorttveggja jafn óbrotið. Notað er enda-
rím í lok fyrsta og þriðja erindis, til að gefa
Ijóðinu fastara snið. Hér er beitt aðferð harla
ólíkri þeirri sem áður var ríkjandi. Það er að
vísu harla skiljanlegt, að ýmsir sakni við-
hafnar fyrri ljóða, en ég tel það Snorra Hjart-
arsyni vegsauka að hafa leitað á nýjar slóðir á
efri árum með jafngóðum árangri. Honum
verður ekki borin á brýn neinskonar stöðnun
eða hann yrki sig upp.
Yfir þessu ljóði, Hviids Vinstue, eins og raun-
ar öðrum Ijóðum Laufa og stjarna, er kyrrlát
stemning, haustfriður, mildur tregablær. Glóðin
40