Mímir - 01.03.1968, Page 42

Mímir - 01.03.1968, Page 42
MÓÐURMÁLSÞÁTTUR í þessum þætti er ætlunin að ræða lítið eitt orðalag vissra tegunda auglýsinga, er einkum og sér í lagi birtast í blöðum, en einnig heyrast stundum lesnar í útvarp. Er hér einkum um að ræða auglýsingar kvikmyndahúsanna, en einn- ig nokkrar aðrar. Eins og allir vita, er það tilgangur auglýs- enda með auglýsingum að vekja athygli al- mennings eða viss hóps manna á þeim hlut eða því fyrirbæri, sem í það og það skiptið er ætlun hans að koma á framfæri. Nú á dögum er vitanlega um fleiri en eina aðferð að ræða til að koma auglýsingum til skila, þar sem eru bæði blöð, útvarp og sjónvarp. Miklu máli skiptir auðvitað, að auglýsingin sé áberandi og vekji athygli, til þess að hún nái tilætluðum árangri. Þetta má sjálfsagt gera á marga vegu, í biöðum t. d. með því að prenta þær stóru letri eða hafa þær sjálfar stórar, birta á áberandi stað o. s. frv. Einnig er mikils vert, að hún sé vel og hnyttilega orðuð, skemmtileg tilbreyt- ing er jafnvel að sjá auglýsingar í bundnu máli, eins og stundum kemur fyrir. Einn er sá flokkur auglýsinga, eða öllu held- ur sú tegund „auglýsingatækni”, sem ég hygg, að hafi algerlega misst marks og endilega þyrfti að koma öðru sniði á. Er þar átt við hið hvimleiða og ég held mér sé óhætt að segja algjörlega tilgangslausa málskrúð, sem kvik- myndahúsaeigendur beita daglega í auglýsingum sínum og einkum kemur fram í óhóflegri notk- un iýsingarorða. Ég á bágt með að skilja, að slíkt orðasamsafn nái nokkrum jákvæðum á- hrifum, heldur þvert á móti fari í taugarnar á fólki eða menn hendi gaman að. Ekki flettir maður svo upp á þeirri kvikmyndahússauglýs- ingu í dagblöðunum, að ekki séu saman tvinn- uð a. m. k. tvö lýsingarorð, sem merkja skemmtilegur, spennandi, fagur eða þess hátt- ar. Hér má t. d. nefna lýsingarorð eins og hörkuspennandi (nú er svo komið, að lýsingar- orðið spennandi nær ekki tilætluðum áhrifum), bráðskemmtilegur (sama er að segja um skemmtilegur og um spennandi), æsandi, hroll- vekjandi, taugaæsandi, hrífandi og svo mætti lengi telja. Þessi lýsingarorð og mörg fieiri geta svo staðið saman á ýmsa vegu, svo sem hríf- andi fögur... æsispennandi og hrollvekjandi ... hugnæm og falleg... og þar fram eftir götunum. Þess má geta, að gildi myndanna stendur æðioft í öfugu hlutfalli við fjölda og styrkleika þeirra lýsingarorða, sem noutð eru í auglýsingunni, en ekki verður farið út í þá sálma hér, þetta hafa eflaust flestir reynt. En þá kann vafalaust einhver að spyrja, hvaða á- stæða sé til að vera að fetta fingur út í þetta, hvort hér ríki ekki prentfrelsi og mönnum í sjálfsvald sett, hvernig þeir auglýsa. Vitanlega er ekki hægt að setja auglýsendum neinar skorður í þessum efnum, svo fremi að ekki sé um óskiljanlegt afskrípi að ræða. Hins vegar missa lýsingarorðin smátt og smátt þá merk- 42

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.