Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 43
ingu eða þann styrkleika, sem þau höfðu. Orð-
ið spennandi kveður ekki eins fast á og áður,
enda er nú farið að nota orðið hörkuspennandi,
sbr. hér að framan. Sama er um skemmtilegur
að segja o. s. frv. Ekki nóg með það, nú þarf
oft tvö lýsingarorð til að tjá sömu eða svipaða
merkingu og eitt gat áður. Nú nægir ekki að
segja hrollvekjandi eða spennandi, heldur þarf
að segja æsispennandi og hrollvekjandi, þótt
með þessum tveimur orðum sé í raun og veru
verið að vekja athygli á því sama og felst í öðru
hvoru þeirra, er þau standa út af fyrir sig.
Ef svo heldur fram sem horfir, verður þess
varla langt að bíða, að við sjáum kvikmynda-
auglýsingar með lýsingarorðum eins og hörku-
æsispennandi og bráðhrollvekjandi... eða
bráðsprenghlægileg, glæsileg, hrífandi fögur...
og hamingjan má vita í hverju það endar.
Eg held, að auglýsendur þeir, sem um er að
ræða, næðu miklu betri árangri með því að
líkja meir eftir auglýsingum leikhúsanna, þ. e.
koma aðeins fram með staðreyndir, t. d. hverjir
leika aðalhlutverkin, sem þeir reyndar auglýsa
oftast, hver sé leikstjóri, framleiðandi og hve-
nær myndin sé gerð (í stað þess að auglýsa
allar myndir nýjar).
Sama þróun og hér að framan hefur verið
lýst, er þegar ekki er lengur nægilegt að nota
orðið dansleik til að auglýsa dansleiki. Nú
dugir ekki að nota annað en orðið stórdans-
leikur. Ekki er mér kunnugt um, að hvaða
leyti stórdansleikur er frábrugðinn venjulegum
dansleik, en grun hef ég um, að munurinn sé
lítill sem enginn. Séð hef ég götuauglýsingu,
þar sem auglýst var ofsaball í einu veitingahús-
inu hér í bæ. Skyldum við e. t. v. einhvern
tíma eiga eftir að upplifa ofsastórgarðsball?
Þá er annað atriði, sem gaman er að íhuga,
en það er, hversu menn geta verið ósmekklegir
í vali sínu á nöfnum á danshljómsveitir. Mikill
hluti íslenzkra danshljómsveita ber nú erlend
nöfn, t. d. Flowers, Ferguson (var a. m. k. til),
Bendix, Zoo, og þannig mætti lengi telja, en
þessu geta menn flett upp í dagblöðum. Nafnið
Mods á einni hljómsveitinni er líklega þannig
til komið, að þeir, sem mynda hana, hafa tekið
upphafsstaf nafna sinna og raðað þeim svona
„smekklega” saman. En þetta er afar óíslenzku-
leg skammstöfun. Skyldu þeir, sem nefndu
hljómsveit sína Axlabandið, hafa ætlað að bæta
hér eitthvað um? Band, sem hér virðist notað
í merkingunni hljómsveit, er enskt orð, sem
merkir m.a. flokkur, og sagt er á ensku „band
of musicians”, og er það vafalaust lagt til
grundvallar fyrrgreindri nafngift. Mjög er einn-
ir í tízku að nefna hljómsveitir eftir heitum
stjarnanna, en það er þó e. t. v. afsakanlegra,
þar sem hér er jafnan um alþjóðleg orð að
ræða. En langsmekklegast finnst mér þó að
kenna hljómsveitir við hljómsveitarstjórann t. d.
Flljómsveit Ragnars Bjarnasonar o. s. frv.
Hér hefur aðeins verið drepið á fáar smekk-
leysur, sem sjá má iðulega í auglýsingum, sem
birtast í blöðum og víðar. En tólfunum kastar
þó, þegar erlendar auglýsingar eru birtar ó-
þýddar, sem er þó til allrar hamingju sjaldgæft.
Þátturinn verður þá ekki lengri að sinni.
Eiríkur Þormóðsson
43