Mímir - 01.03.1968, Síða 44
UM BÆKUR
Þorsteinn Thorarensen:
I fótspor feðranna — Fjölvi 1966.
Eldur í æðum — Fjölvi 1967.
Þorsteinn Thorarensen fylgir í fótspor flestra
þeirra, sem áður hafa skrifað um íslenzka sögu.
Bækur hans eru fyrst og fremst persónusaga.
Bækurnar tvær, sem hér um ræðir, eru upp-
haf að ritflokki um aldamótaárin. Sú fyrri fjall-
ar um þjóðlíf í Reykjavík, Kristján IX, Friðrik
VIII, dönsk stjórnmál, síðasta landshöfðingj-
ann og tvo fyrstu ráðherrana á Islandi, en
seinni bókin um íslenzka uppreisnarmenn. Þær
eru skemmtilegar aflestrar og læsilegar. All-
mikill blaðamannsbragut er á bókunum, svo
mikill, að stundum minnir á æsifréttamennsku.
Gott dæmi um spennuþrunginn stíl Þorsteins er
á bls. 15S í I fótspor feðranna:
„Og æsingar urðu í landinu. Meðan þingfundur
stóð yfir um hið umdeilda símamál, komu hópar
bænda austan úr sveitum og höfðu í hótunum um
stjórnarbyltingu. Þeir gengu fylktu liði að Alþingis-
húsinu. — Ætluðu þeir að rjúfa hús á sjálfri lög-
gjafarstofnun þjóðarinnar? I forsetasætinu sat gamli
Magnús landshöfðingi, þykkur og þybbinn og krafta-
legur og beið þeirra búinn. I skúffunni í forseta-
borði sínu hafði hann til reiðu pístólu og hann var
staðráðinn í að skjóta, ef þessi lýður gerðist svo
djarfur að rjúfa helgi þingsins. En til þess kom ekki.
Þeir þokuðust aftur frá."
Hér leiðist Þorsteinn út í hæpnar fullyrðing-
ar í hita frásagnarinnar. Fróðlegt væri að vita,
hvaðan honum kemur vitneskja um pístól-
una og ásetning landshöfðingjans. Þessi stíll
lætur Þorsteini vel, en virðist, a. m. k. stundum,
bitna á sannfræðinni. A innbroti kápu að fyrri
bókinni stendur, að henni sé ætlað að vera
tengiliður fyrir núverandi og uppvaxandi kyn-
slóð við nánustu fortíð. Bækurnar mætti því
e. t. v. flokka sem alþýðleg fræðirit fremur en
sagnfræðirit.
Því er ekki að leyna, að Þorsteini tekst all-
vel að fjarlægjast sögupersónur og sjá þær í
gagnrýnisljósi. Gefur hann sannari mynd af
þeim en t. d. Kristján Albertsson í ritinu um
Hannes Hafstein. Hann reynir að tefla fram ó-
líkum skoðunum og meta þær án þess að fella
beinlínis dóm á þá, sem rangt höfðu fyrir sér.
Hann gerir sér far um að hnekkja goðsögnum,
sem myndast hafa um einstaka menn t. d.
Hannes Hafstein, Skúla Thoroddsen og Þorstein
Erlingsson. Verða þeir mannlegri fyrir bragðið,
þó að stundum sé gert of mikið af því að hlaupa
eftir alls kyns sögusögnum t. d. í sambandi við
ástarmál Þorsteins Erlingssonar.
Rauði þráðurinn í þessum bókum er hin
harða stjórnmálabarátta aldamótaáranna, ó-
svífinn blaðamennska, vald ætta og ættarsam-
heldni, barátta íhaldsmanna með einræðistil-
hneigingar og lýðræðissinna, stundum allrót-
tækra og hringl stjórnmálamanna milli skoðana
og flokka. Tök Þorsteins á þessu efni eru víða
með ágætum og á frásagnargleði hans sinn
þátt í því. Svokölluðum Skúlamálum á Isafirði
er nákvæmlega lýst. Gefur sá kafli góða mynd
44