Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 46

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 46
ir aS hafa þaS í huga vegna nokkurra tímatalsatriSa, sem koma spánskt fyrir sjónir, eftir aS komiS er fram á áriS 1968. Allar bækur eru í vissum skilningi nýjar, þegar þær koma út í fyrsta sinn. Það á því væntan- lega að merkja eitthvað sérstakt, þegar Heims- kringla sendir frá sér bók undir heitinu Ný Is- landssaga. Lesandi hlýtur að eiga von á, að bókin sé á einhvern hátt nýstárleg, þar sé tekið á efninu á annan hátt en venja hefur verið til þessa. Hið sama má ráða af eftirmáli höfundar. Hann segist hafa „einkum leitazt við að greiða úr ýmsum þeim atriðum, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi til þessa" (bls. 294). Einnig lýsir hann bókinni svo, að þar sé „lögð ríkari áherzla á að greina frá því, hvað t. a. m. Sturl- ungaöld var en rekja atburðarás tímabilsins, fremur fengizt um að skýra stöðu og störf kennimanna en segja sögur af biskupum" (bls. 293). Má það hvort tveggja kallast nýstárlegt í íslenzkri sagnfræði. Þetta varð til þess að vekja hjá mér þá von, að hér væri loksins á ferðinni merk nýlunda í söguritun okkar, og ég tók við bókinni til um- sagnar í trausti þess, að ég fengi tækifæri til að láta í Ijós fögnuð minn. Það eru fáar bækur, sem þola, að lesandi hafi gert sér miklar vonir um ágæti þeirra fyrirfram, og svo mun einnig vera um Nýja íslandssögu. Bókin hefði sennilega fallið mér og ýmsum öðrum betur í geð og hlotið mildari dóm, ef minna hefði verið gert úr því af hálfu höfundar og útgefanda, hversu splunkuný hún væri. Því er ekki að neita, að bókin er um margt ólík þeim ritum, er áður hafa komið út um þetta efni, og sumt horfir vafalaust í framfara- átt. A hinn bóginn er þar margt með býsna hefðbundnum svip. Má þar nefna frásagnir á bls. 78—81 af þeim landnámsmönnum, sem mest rúm eiga í Landnámu. Einnig er bókin með köflum ekki annað en breytt (og víðast bætt) endurútgáfa af Islenzka þjóðveldinu, 13 ára gamalli bók sama höfundar. Ein nýbreytnin er inngangskaflinn Sagan og heimildirnar. Vel fer á að hefja yfirlitsrit um 46 sögu á slíkum inngangi, og sjálfsagt verður þessi til þess að auka skilning einhvers á sagn- fræði. Þó hefði að ósekju mátt gera þessu efni miklu betri skil. Hér hefur jafnan verið baga- legur ruglingur á hugtökunum saga og sagn- frœði, og bætir höfundur þar sízt um. Hann nefnir að vísu tvær aðalmerkingar orðsins saga, en spillir fyrir með því að rugla inn í málið merkingum, sem ekki koma þessari fræðigrein við. Þá gerir hann enn ruglingslegri en efni standa til merkingamörk orðanna saga og sagn- fræði. Til dæmis segir hann (bls. 11): „Hug- tökin saga og sagnfræði merkja bæði frásagnir af því, sem gerzt hefur, þekkingu á því og sjálfa atburðarásina". Eg hygg, að það sé útilokað, að orðið sagnfræði geti merkt „atburðarás". Höfundur skiptir heimildum í tvo aðalflokka, samtímaheimildir og sagnir og greinir þær í sundur á þennan hátt (bls. 12): „Samtímaheim- ildir greina frá atburðum eða lýsa siðum og venjum, sem höfundar eða heimildarmenn þeirra sáu og þekktu, en sagnir eru munnmæli, fornar frásagnir, sem verða ekki raktar til upp- taka." Þessi skipting er næsta óskýr, og vantar t. d. algjörlega í kerfið stað fyrir heimildir, þar sem heimiidarmenn heimildarmanna höfunda þekktu til af eigin raun. Og hvar ætti að flokka sögur, sem berast frá manni til manns á nokkr- um dögum og enginn veit uppruna að, þegar þær birtast í blöðunum einhvern daginn? Ef slíkar heimildir teljast til sagna, er heitið sam- tímaheimildir ekki vel valið. Vel hefði mátt velja einhverja heppilegri flokkun heimilda. Eg hygg til dæmis, að hin gamla og góða skipting í leifar (levninger) og frásagnir (beretninger) væri gagnleg í riti um íslenzka sögu. Hún myndi t. d. auðvelda mönn- um skilning á tvenns konar heimildargildi Is- lendingasagna, annars vegar sem frásagna frá söguöld, hins vegar sem leifa frá 13. öld. Bókinni fylgir alllangur eftirmáli, sem raunar hefði fremur átt að vera formáli. Og sumt af efni hans á fullt eins vel heima í kaflanum um söguna og heimildirnar, ef það á annað borð á nokkurs staðar heima. Undarleg þykir mér sú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.