Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 47

Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 47
skoðun höfundar, sem þar kemur fram, að sögu væri hægt að skrifa endanlega, ef ekki væri um að kenna „glámskyggni rannsakandans, frum- stæðum aðferðum við könnun efnisins og fram- setningu" (bls. 295). Eg hygg nær lagi, að það sé „eðli sögunnar" að vera rimð fyrir samtíðina, að vera lýsing á samfélagi fyrri tíðar í sérstök- um tengslum við samfélag samtímans, að svo miklu leyti sem hún er ekki lýsing samtímans. Þá er endanleg sögurimn aðeins hugsanleg í stöðnuðu samfélagi. Raunar virðist hugmyndin um endanlega söguritun öðrum þræði vera sett fram til þess að koma sagnfræðinni í hóp vísindagreina. En það fer út um þúfur, m. a. vegna misskilnings höfundar á því, hvað vísindi séu, m. a. vegna þess að það er óþarft. Eiginlega hefur aldrei leikið neinn vafi á, að íslenzka orðið vísindi (á sama hátt og t. d. danska orðið videnskab og þýzka orðið Wissenschaft) næði yfir sögu. Hins vegar hefur það verið talsvert á reiki, hvort hún félli undir enska orðið science, og hefur það valdið deilum. Eftir að Islendingar (Danir og Þjóðverjar) tóku að apa allt eftir enskumæl- andi þjóðum, hafa þeir einnig reynt að þýða þessa merkingarfræðideilu á þjóðtungu sína, þótt hún ætti þar ekkert rúm. En þótt margt sé hæpið, sem höfundur segir um þessi efni, á hann skilið lof fyrir að hefja umræður um sagnfræði og heimildafræði sem vísindagreinar. Eitt atriði eftirmálans er tillaga um nýja skiptingu Islandssögu í tímabil (bls. 295). Er margt vel um hana, en sá galli á, að hann vill ljúka síðasta tímabilinu árið 1918. Líklega er það versti annmarki á sagnfræðiiðkunum okk- ar, hve lítið hefur verið hugsað um sögu síðustu tíma, og fer illa á því í svokallaðri nýrri sögu að gera tillögu um, að þeim sið skuli haldið. Til- lagan um tímabilaskiptinguna gaf ágætt til- efni til að benda á það á hógværan hátt, að nú væri tími til kominn að fara að athuga sögu 20. aldar, þó ekki væri nema til hinna miklu þátta- skila á árunum um og eftir 1940. Annað nýmæli þessarar bókar er alllangur kafli um náttúrufræði og landafræði íslands. Ekki ætla ég að reyna að leggja dóm á þennan hluta bókarinnar frá fræðilegu sjónarmiði. Höf- undur virðist, a. m. k. öðrum þræði, hafa ætlað þessum kafla að auðvelda mönnum skilning á sögunni (sbr. bls. 12 og 293). Kann vel að vera, að það hafi tekizt að einhverju leyti, þótt það afsaki ekki allt það rúm, sem þessi fræði taka í bókinni. Hitt getur vel verið satt, að kafl- inn veiti „þann lágmarksfróðleik, sem íslend- ingum ætti að vera kunnur um þau efni", eins og höfundur segir (bls. 293). Er þá loks komið að sjálfu aðalefni bókarinn- ar, sögu þjóðarinnar frá upphafi til loka þjóð- veldis. Höfundur hefur lagt mikla áherzlu á að skýra frá stéttum þjóðfélagsins, kjörum þeirra, störfum og valdaaðstöðu á hverjum tíma. Til dæmis er einkar rækilega skýrt frá embættiskerfi kirkjunnar og áhrifum hennar sem stofnunar í þjóðfélaginu (bls. 187—206). Hlutverk stétta og hagsmunahópa í þjóðfélags- byggingunni er auðvitað meginatriði í þjóðar- sögu og eitt af frumskilyrðum þess, að sögu- þróunin verði skiljanleg (a. m. k. okkur, sem lifum á tímum flokkavaldsins). Þá hefur höf- undur vakandi auga á áhrifum erlendra, einkum norskra, atburða á íslandssöguna. Hann dregur glöggt fram, hvernig norska kirkju- og kon- ungsvaldið náðu sameinuð með lénskerfið að vopni að kippa stoðunum undan þjóðveldinu íslenzka. Bókin er laus við hinar algengu um- kvartanir sagnfræðinga, að íslenzka þjóðveldið hafi skort þjóðerniskennd og ríkisvald með þeim hætti, sem einkennir fyrst þjóðfélög 19- aldar. Þetta er aðal bókarinnar. Einnig má telja henni til gildis, að víða er dregið mjög úr sög- um af einstökum „aðalpersónum" og forðazt að rekja atburðarás í smáatriðum. Þó hygg ég, að saklaust hefði verið að ganga lengra í þessu. Kaflinn um Sturlungaöld er góður að þessu leyti, en það kemur niður á kaflanum Kirkju- goðaveldi. Þar er sagt frá helztu höfðingjaætt- um 12. og 13. aldar og atburðir stundum raktir í næstum annálskenndri frásögn. Er það skaði, 47

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.