Mímir - 01.03.1968, Síða 48

Mímir - 01.03.1968, Síða 48
því að kaflinn um kirkjugoðaveldið er að ýmsu öðru leyti góður og veitir talsverða innsýn í samfélagsþróunina. Það kemur einnig fyrir, að alls konar ósam- stæðir fróðleiksmolar eru tíndir saman undir nöfnum einstakra manna, sem þar koma eitt- hvað við sögu, án þess að þeir eigi nokkuð ann- að sameiginlegt. Ég tek Pál biskup Jónsson sem dæmi (bls. 261—62). Frásögnin um uppruna hans og vígslu er eðlilegt framhald af því, sem á undan er komið, biskupsdómi Þorláks. Síðan segir frá biskupsdómi Páls, og má skipta því í fjögur atriði: 1) Hann lögleiddi helgi íslenzku dýrlinganna, Þorláks 1198 og Jóns 1200. 2) Hann gekkst fyrir setningu stikulaga til að koma skipan á mælieiningar. 3) Hann komst að því, að prestskyldar kirkjur í Skálholtsbiskups- dæmi væru 220 og til þeirra þyrfti 290 presta. 4) Þessa talningu gerði hann til að vita, hvort ó- hætt væri að leyfa prestum utanferðir. Allt eru þetta merkar söguheimildir. Hið fyrsta er tíma- talsatriði í sögu íslenzkrar dýrlingatrúar, annað varðar atvinnusögu, hið þriðja umfang íslenzku kirkjunnar, og hið fjórða veitir m. a. vitneskju um erlend menntaáhrif. Enda mun höfundur nota flestar eða allar þessar heimildir á viðeig- andi stöðum. Hins vegar eru þessi atriði næsta óskyld innbyrðis, segja okkur nærfellt ekkert sameiginlega, enda dregur höfundur ekki af þeim neinn sameiginlegan lærdóm. Annars virðist mér höfundur hafa heilla- vænlega meginstefnu um efnisval, þótt alltaf megi deila um einstök atriði, og líklega hefði hann losnað við eitthvað meira af persónufróð- leik, ef meiri vinna hefði verið lögð í bókina. Hún ber þess nánast öll merki að vera unnin í mesta flýti, og kemur það nánar fram, er að smærri atriðum kemur. Það má einnig telja til galla á efnisvali, þótt í smáu sé, hve bókin er full af alls konar sam- tíningi — getraunafróðleik — sem lítið á skylt við sagnfræði. Lýsingarorð í efsta stigi virðast eiga mjög upp á pallborðið hjá höfundi: elztur, fyrstur, síðastur, frægastur. I landafræðikaflan- um er þess getið, hvenær síðasta bjarndýrið var unnið hér á landi (bls. 37). í kaflanum um heimildir er rækilega talið fram, hvað sé elzt af hverju tagi varðveittra heimilda (bls. 12). Eddu- kvæðum, Lilju og Sólarljóðum er talið það eitt til gildis, að þau séu kvæða frægust og Eddu- kvæðin þar að auki elzt íslenzkra bókmennta (bls. 226—27). Svona mætti lengi telja. Sumar staðhæfingar af þessu tagi gæti verið erfitt að rökstyðja. Hjalti Skeggjason er talinn frægastur guðlastari Islendinga (bls. 168). Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um, að fleiri myndu kann- ast við Níels Dungal. Efnislegar skekkjur hef ég ekki fundið marg- ar, enda ekki sérlega dómbær á slíkt. Meira mun um, að óljós frásögn leiði lesandann á viiligötur. Á bls. 182 er dæmi um hvort tveggja: „Ketill [Þorsteinsson] var tengdasonur Gissurar og eftirmaður á Skálholtsstól. Þegar hann lézt 1118, fóru nýir tímar í hönd." Þetta liggur beinast við að skilja svo, að Ketill hafi orðið biskup í Skálholti eftir Gissur og látizt árið 1118. I rauninni var hann biskup á Hólum 1122—45, en Gissur biskup lézt á Skálholts- stóli árið 1118. En þótt ef til vill sé ekki oft hægt að af- sanna staðhæfingar höfundar með sögulegum staðreyndum, hygg ég, að stundum gæti verið jafnerfitt að finna þeim nokkuð verulegt til stuðnings í heimildum. Honum verður allt of oft á að fullyrða afdráttarlaust, það sem litlar heimildir eru til fyrir eða mikill vafi er um. Það er síður en svo nokkur afsökun fyrir þessu, þótt hér sé um alþýðlegt verk að ræða. Sagn- fræðingur má aldrei nota þekkingu sína eða álit til þess að blekkja fólk vísvitandi. Að vísu verður Birni Þorsteinssyni ekki legið á hálsi, þótt hann leggi mikinn trúnað á Land- námu og telji hana annað og meira en örnefna- skýringar, enda er eftirmáli bókarinnar dagsett- ur á Mikjálsmessu í haust. Amælisverðari er notkun hans á örnefnum sem heimildum. Hann fullyrðir, að Ullarfoss í Skjálfandafljóti hafi verið helgaður guðnum Ulli (bls. 74—76). Nú munu engar heimildir aðrar kunnar um dýrkun Ullar hér á landi, en hins vegar til miklum mun 48

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.