Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 49
algengara orð, sem gæti verið fyrri liður nafns-
ins, kvenkynsorðið ull. Flestir munu kannast
við, að vatn, sem fellur fram í foss, minnir oft
á ull til að sjá, og að sögn kunnugra er það
ekki fjarri lagi um Ullarfoss. Auk þess munu
vera til fleiri Ullarfossar á landinu. Mér þykir
líka í meira lagi hæpið að álykta, að öll fjalla-
nöfn, sem hafa mannsnafn að fyrri lið, séu til
orðin vegna átrúnaðar á fjöllunum, eins og höf-
undur virðist gera (bls. 76). íslendingar hafa
löngum komið nálægt fjöllum landsins á fleiri
vegu en að ganga í þau dauðir.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna um hvatvís-
legar fullyrðingar. Það er blekkjandi að taka
upp ræðu Einars Þveræings úr Heimskringlu
og segja blákalt, að hann hafi flutt hana á al-
þingi á dögum Olafs Haraldssonar, jafnvel þótt
vitnað sé til heimildar (bls. 174). Stundum
spillir höfundur lofsverðum, en dálítið hæpn-
um sögulegum kenningum með því að full-
yrða þær stífar en heimildir eru til. Má þar
nefna kenninguna um valdaaðstöðu Skafta Þór-
oddssonar (bls. 104 og 207). Það er mjög
skemmtilegt að skýra umbótastörf Skafta sem
viðnám bændastéttarinnar gegn ofríki höfð-
ingja, en ekki getur taiizt annað en blekking að
setja slíkt fram sem staðreynd.
Höfundur kvartar undan því í eftirmála, að
jafnvel hugtakafræði ísienzkrar sögu sé á tals-
verðu reiki (bls. 294). Er það sízt ofmælt,
enda algengt í sagnfræði. Hugtakanotkun er
ekki heldur alltaf sem skýrust í þessari bók, og
má nefna sem dæmi orðið bókmenntir. Sérstak-
ur kafli ber heitið Bókmenntir, þar sem rætt er
um flestar eða allar tegundir ritaðs máls á þjóð-
veldisöld. Mætti af því ætla, að orðið væri
þarna notað í víðustu merkingu, eins og algengt
er um fornrit. Það kemur þó ekki heim við
þessa málsgrein (bls. 229): „Lögin teljast ekki
beinlínis til bókmennta, en þó kennir þar skáld-
legra tilþrifa." Hins vegar er ekki minnzt á
annað en rit um tímatals- og rímvísindi, landa-
fræði og málfræði (bls. 236—38) teljist „bein-
iínis'' til bókmennta. Yfirleitt er mjög erfitt að
átta sig á því eftir þessari bók, hvað af rituðu
máli fornu teljist hafa gildi sem bókmenntir í
hinni þrengri merkingu. Til dæmis er ekkert
minnzt á bókmenntagildi Eddukvæða eða drótt-
kvæða (bls. 226—-27) og Heimskringlu ekki
fundið annað til frægðar en heimildagagnrýni
og hlutlægni í frásögn (bls. 241). Hins vegar
er borið mikið lof á Hryggjarstykki, hið glat-
aða rit Eiríks Oddssonar (bls. 239): „Eiríkur
gerir sér far um að leiða persónurnar fram,
birta sérkenni þeirra í orðum og athöfnum.
Hryggjarstykki var fræðirit, en einnig vel sögð
og hugtæk saga."
Mér er að vísu nauðugt að hætta mér út í
náttúrufræði, en eitthvað finnst mér bogið við
þessa skýrgreiningu (bls. 47): „Hugtakið jarð-
hiti táknar svæði, þar sem stöðugur ylur er í
jörðu óháður veðurfarsbreytingum." Hins er
skylt að geta, að höfundur gerir ýmsar þarfari
og árangursríkari tilraunir tii að skýrgreina
hugtök. Má þar nefna afmörkun hans á hugtak-
inu þjóðveldi (bls. 93), sem dregur fram, að þar
er ekki um neitt séríslenzkt fyrirbrigði að ræða.
Einna versti galli bókarinnar er ef til vill,
hve efnisskipun er víða óregluleg. Náskyld at-
riði eru slitin í sundur, óskyldum atriðum dengt
saman og endurtekningar afar margar. Er víða
líkast því, að höfundur hafi skrifað hverju sinni,
það sem honum datt í hug, án þess að hugleiða,
hvar það ætti heima eða hvort það væri tekið
fyrir áður. Eg tek nokkur dæmi um þetta.
I kafla um atvinnuhætti er getið um verð-
hlutfall kúgildis og vaðmáls, silfurs og vað-
máls, sauðfjár og kúa, og rætt um verðlags-
breytingar á 9- — 11. öld (bls. 119—20). í
kafla um verzlun og siglingar er undirkafli, sem
heitir Verðmiðill. Þar er sagt frá verðhlutfalli
gulls og vaðmáls, endurteknar upplýsingar um
verð sauðfjár miðað við kýr og rætt um verð-
lagsbreytingar á 10. — 12. öld (bls. 141—42).
Sagt er frá lögfestingu tíundar og aðalatrið-
um tíundarlaga í kafla um upphaf íslenzku
kirkjunnar (bls. 181—82). Nokkru síðar, í
kafla um kennimenn og kirkjuskipun, er rætt
um tekjur kirkjunnar og raktar reglur um eign-
ir, sem undanþegnar voru tíund (bls. 201).
49