Mímir - 01.03.1968, Side 50

Mímir - 01.03.1968, Side 50
Einn kaflinn ber heitið Fólkið í landinu og fjallar um þjóðfélagsstéttir. Eins og annars stað- ar er skipt í undirkafla með skáletruðum upp- hafsorðum. A fyrstu blaðsíðu kaflans er þetta (bls. 126); „Frjálst verkafólk varð til í landinu þegar á 10. öld og bjó við misjöfn kjör út miðaldir. Hjáleigubœndur og búðsetumenn voru í rauninni verkamenn, ráðnir með sérstökum samningi." Að því búnu er tekið að ræða um þræla. Sá sem rækist á þetta myndi væntanlega ekki leita að frekari fræðslu um þessar stéttir sérstaklega í bókinni. Enginn myndi ætla, að skömmu aftar eru langir og einkar þarfir undirkaflar bæði um hjáleigubændur (bls. 131—35) og búðsetu- menn (bls. 135—38). Auk þess er miklu meiri fræðsla um frjálst verkafólk í köflunum um þræla (bls. 128), hjáleigubændur (bls. 132— 33) og lausamenn (bls. 138). Um kornyrkju er rætt á bls. 114, en ekki nefnt, hvenær hún hafi lagzt niður. Það er í sjálfu sér engin goðgá, því að það gerist ekki fyrr en löngu eftir lok þjóðveldis. Hins vegar er það nefnt á fjórum stöðum öðrum í bókinni, í klausu um svínarækt í landafræðikaflanum (bls. 40), í kafla um mannfjölda (bls. 51), þar sem rætt er um svínarækt að fornu (bls. 118) og í upphafi kaflans Verzlun og siglingar (bls. 141). Að mestu ber þessum upplýsingum sam- an, þó ekki fyllilega. Á síðastnefnda staðnum er þess líka getið, að línrækt hafi verið hér talsverð út miðaldir, en hún er ekki nefnd með öðrum greinum jarðyrkju á bls. 114. Endurtekningar eru mýmargar, en að vísu fáar eins slæmar og þessi: „Egils saga telst samin af Snorra Sturlusyni um 1220; um líkt leyti eiga Vopnfirðinga saga og Víga-Glúms saga að vera ritaðar, sú fyrri í nágrenni Snorra, en hin norður í Eyja- firði, e. t. v. að Munkaþverá, en þá höfðu Sturl- ungar brotizt til valda í héraðinu" (bls. 224). „Egils saga er talin rituð um 1220 af Snorra Sturlusyni eða undir handarjaðri hans, en um líkt leyti eiga Vopnfirðinga saga og Víga- Glúms saga að vera samdar, sú fyrri í nágrenni Snorra, en hin norður í Eyjafirði, e. t. v. á Munkaþverá, en þá höfðu Smrlungar brotizt til valda í héraðinu" (bls. 243). A sama hátt og höfundi veitist erfitt að halda sig við ákveðið efni á þjóðveldistímabilinu, hættir honum mjög til að fara langt út fyrir takmörk sín í tíma. Þess verður auðvitað ekki krafizt, að höfundur sögurits geti einskis utan þess tímabils, er ritið fjallar um, en öll frávik í þessu efni verða að eiga sér skynsamlegan til- gang og takmörk. Einkum er mikið um þetta í kaflanum um húsakost, þar sem sífellt er hlaup- ið fram á 19. og 20. öld með hvaðeina, og niðurstaðan verður sú, að lesandinn hefur ekki hugmynd um, hvað af því, sem sagt er frá, er frá þjóðveldisöld og hvað yngra. Jafnvel hlut- um, sem ekki eru kunnir fyrr en eftir lok þjóð- veldis, eins og hlóðum, er fylgt fram til 1930 (bls. 109). Sama er upp á teningnum, þar sem ræðir um kirkjur í kaflanum Kennimenn og kirkjuskipan. Jafnvel dómkirkjan í Reykjavík kemur þar við sögu (bls. 200). Það er fleira en húsagerð, sem höfundur eltir út fyrir tímatakmörk bókarinnar. Hann kemur því að, að biskup hafi afhent konungi Vest- mannaeyjar á 15. öld (bls. 136). Getið er um, að Islendingar hafi dýrkað ömmu Krists og Jón biskup Gerreksson á 15. öld (bls. 264—65). Þar sem ræðir um ritstörf Sæmundar fróða (bls. 232) er rækilega tekinn upp titill, útgáfustaður og útgáfuár Kirkjusögu Finns biskups Jónsson- ar. Séu athuguð smærri frágangsatriði, kemur þar einnig í ljós mikil hroðvirkni. Engin regla virðist vera um, hvort kaflar, sem teknir eru upp orðréttir úr ritum, eru afmarkaðir með gæsalöppum. Sumir þeirra eru heldur ekki svo nákvæmlega orðréttir. Víða kemur fyrir, að tek- ið er upp orðrétt innan gæsalappa, án þess að getið sé heimildar. Annars staðar eru tilvitnanir næsta óljósar og yfirleitt mjög illa greint frá heimildum. Það mun eiga að vera alþýðlegt, en ég er alls ekki viss um, að það falli ósérmennt- uðum lesendum sérlega vel í geð. Þessa bók 50

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.