Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 52

Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 52
Eigil Lehmann, að því er líklegast verður að teljast, þó ekki komi ljóslega fram í formála bókarinnar, hver hlutur séra Lehmanns er. Fleiri menn hafa við sögu komið og veitt „rád og stönad,” s. s. eins og þeir Magnús Stefánsson, Hallvard Mageröy, Gunnar Sveinsson og Arni Böðvarsson. Það má alltaf kallast tíðindum sæta, þegar samin er ný íslenzk orðabók, ekki sízt þegar um slíkt nýmæli er að ræða sem íslenzk-norska, þar eð ekki hefur verið kostur á nokkurri orðabók á þessum tveim frændtungum fyrr. En því meiri sem eftirvæntingin er þeim mun sárari verða líka vonbrigðin, ef verkið er ekki leyst af hendi á þann hátt sem krefjast verður við orðabókargerð. Og því miður er málum svo háttað hér, að manni verður e. t. v. meiri raun af að hafa bókina undir höndum en ekki. Rétt er að geta þess, að tilurð bókarinnar á sér ofurlitla og skrítna forsögu, eins og segir í formála hennar: I 1952 vart det halde eit möte i Björgvin av nokre Islands-interesserte málfolk. Til stades pá dette mötet var ogso islendingen Þorsteinn Þ. Víglundsson, skule- styrar, Vestmannaeyjar, Island, og han tok pá seg á hjelpa til med á skriva boki. — Hér er rétt að geta þess, að málfolk er nefnt það fólk, sem berst fyrir framgangi landsmálsins, sem Ivar í Ási varð fyrstur til að hefja til nokkurs vegs. Af þessu má þegar ráða, að orðabókinni sé ætlað nokkurt hlutverk í málstríði þeirra Norðmanna. Nánari stuðning fær þessi grun- ur við það, að útgefandi bókarinnar er ung- mennafélag á Sunnmæri. Og lokasönnunin kem- ur svo fram í þessum orðum í leiðbeiningum um notkun bókarinnar: Stavemáten i norske ord fylgjer stort set det som kallast „Hægstad- normalen." Denne skriftformi, som m. a. ligg til grunn for den fyrste nynorske bibelen, Seippel-utgáva av 1921, syner fram likskapen millom islandskt og nynorskt mál betre enn nyare skriftformer som normalen av 1917, 1938 og 1959- — Út af fyrir sig er það vitan- lega fjarska rómantísk stefna að vilja sýna lík- skapinn milli tungnanna sem bezt, og vafalaust hafa ýmsir gaman af að sjá, hvað hægt er að gera nýnorsk orð lík skyldmennum sínum ís- lenzkum, en hitt verður líka að viðurkennast, að þar með er lokið gagnseminni af tiltækinu, og má tvímælalaust teljast hæpin. Skriftform það sem hér um ræðir, þetta sem höfundar kalla „Hægstad-normalen," á sér ann- að og öllu algengara heiti meðal Norðmanna, sem sé i-mal, og er þar skemmst frá að segja, að þetta er einhver orþódoksasta grein ný- norsku sem fyrirfinnst, og telja flestir núorðið vonlaust (eða enga hættu á) að hún nái nokk- urn tíma fótfestu á borð við t. d. viðurkennda grein málsins, þá sem kennd er í skólum. Nafn sitt dregur mállýzkan af því, að kvk. et. m.gr. og hk. flt. m.gr. af nafnorðum, endar tíðast á -i, þar sem venjuleg nýnorska notar -a, t. d. boki, husi í stað boka, husa (bókin, húsin). Þetta -i er kallað vera leifar hins forna greinis, -in, og er vitanlega fjarska fínt. Að sjálfsögðu hefði átt að nota hér þá ný- norsku sem einna helzt hefur unnið sér sess meðal Norðmanna, þó svo hún sýndi ekki tengslin jafnvel og i-málið — fyrst á annað borð var verið að semja orðskýringar á ný- norsku, og fyrir því eru að sjálfsögðu einungis rómantísk rök. Mér sýnist að höfundar hljóti að hugsa sér, að bók þessi komi m. a. að notum norskum menntaskólanemum, sem senn er ætl- að að læra nokkuð í nútímaíslenzku, og ég held blessaðir málstrevararnir verði jafnvel að viður- kenna, að þá hefði flestum komið betur að hafa þýðingarnar á ríkismáli. Sýnu stórmannlegast hefði á hinn bóginn verið að fara þá leið sem Einar Haugen hefur grundvallað í norsk-enskri orðabók sinni, þar sem bæði málin eru jafnhátt sett, og er það fyrsta orðabók sinnar tegundar. Nú má vera að einhver segi sem svo: Ef þetta er bara stafsetningarspursmál, skiptir það þá svo miklu máli, að verulegur skaði sé að? E. t. v. ekki, en rétt er þó að benda á, að Is- lendingur sem ætlar sér að skrifa norsku, þ. e. venjulega nýnorsku eða ríkismál, með stuðn- ingi þessarar bókar, verður að hafa við höndina stafsetningarorðabók, og vera iðinn við upp- 52

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.