Mímir - 01.03.1968, Side 54

Mímir - 01.03.1968, Side 54
ert gera íslendingum, en útlendingar sjá ekki, t. d. á bls. 210, þar sem efst á síðunni er orðið ósk/mögur og þýðing þess. Síðan heldur spalt- inn áfram, en láðst hefur að setja nýjan forlið, og næst kemur aðeins -skorinn. Norðmenn lesa vitanlega úr þessu ósk/skorinn í stað ó/skor- inn. Ekki hefur þessi villa heldur verið leiðrétt í lokaþætti bókarinnar, Tillegg og rettingar, sem fyllir þó hvorki meira né minna en átta þétt- prentaðar síður, og er þar raunverulega skelfi- legur botnlangi. Þarna ægir saman leiðrétting- um á sauðmeinlausum eða alvarlegum prent- villum og þýðingarvillum og hins vegar við- bótum. I fyrsta lagi er þetta alltof mikið af svo góðu. Orðabók er gersamlega óprenthæf með slíkum grúa af villum, og á hinn bóginn var einboðið að hafa botnlangann í tvennu lagi, annars vegar leiðréttingar, hins vegar viðætur. Auk þessa koma svo fyrir í viðaukanum villur eins og gallabuxa!, gallin er sá, að... — og síðasta uppsláttarorð bókarinnar, viðbragðs/ stoð er þýtt með startgrop, sem mun þýða við- bragðshola. Hér hefur verið dæmt hart og óvægilega, þótt mér sé Ijóst, að sumt má afsaka með því einu, að hér sé um algert frumverk að ræða. En svona hlutir mega ekki endurtaka sig. Það er ekki nóg að kunna dálítið af orðum og hafa máltilfinningu eða eitthvað þess háttar til að geta samið orðabók. Og ég verð að viðurkenna, að mér svíður sárt að vita fimmtán ára strit þess mæta manns, Þorsteins Víglundssonar, liggja í svo firnavondri bók. En til þess eru vítin að varast þau. Má ég frábiðja okkur fleiri slík. Reykjavík, sjöunda dag nóvembermánaðar 1967. Heimir Pálsson dralon garn draion gorn hleyþur ekki draion garn lœlur ekki lit draion garn er hlýtt sem ull og mjúkt sem ull, en margfalt sterkara. GEFJUN 54

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.