Mímir - 01.06.1989, Side 6
óreiðu, gera sér grein fyrir veruleikanum sem
við erum hluti af.
Sú leið að skáldskap, er hér var nefnd, leiðir
til þeirrar ályktunar að líta á skáldskap sem
skilaboð til lesenda um sýnir skáldanna og þau
sannindi um tilveruna sem þau telja sig hafa
séð.
Ég lít á það sem hlutverk allrar bókmennta-
umræðu að freista þess að nema þessi skilaboð
og túlka þau.
Af þessu leiðir að ég skoða bókmenntaum-
ræðuna sem þjón bókmenntanna en ekki herra.
Hlutverk bókmenntaumræðu — rannsókna,
kennslu, tímarita- og blaðagreina — hlýtur að
vera það að gera okkur að betri lesendum,
halda opnum og opna sem flestar móttöku-
stöðvar við skilaboðum skáldanna en loka þeim
ekki.
Einkennist þá bókmenntaumræðan á okkar
dögum af ákveðnu innihaldsleysi?
Því verður naumast svarað með ákveðnu jái
eða neii.
Til er ágæt bók sem heitir Sjö tegundir marg-
ræöni. Líklega væri hægt að semja þykka bók
um sjö tegundir innihaldsleysis. Hér verður
ekki einu sinni komið með tillögu að kaflaheit-
um.
Fyrst er á það að líta að ekki eiga allir þátt-
takendur í bókmenntaumræðunni óskilið mál,
og svo tekst hverjum og einum misvel upp.
Sumt, sem menn segja, getur verið innihalds-
ríkt og haft gildi þó að annað sé tómahljóðið
einbert.
Ættum við kannski að spyrja: Hvar felast
hætturnar á innihaldsleysi?
í sögu sinni finnst mér Guðmundur Andri
hafa bent á tvennt:
Þegar menn hafa glatað trúnni á allar fræði-
kenningar sem hjálpartæki við að nema skila-
boð skáldskapar er hætta á ferðum.
Ekki felst minni hætta í oftrúnni á kenningar
og kenningasmiði, jafnvel þótt hún birtist í
mildara formi en forðum þegar vitnað var í
æruverðugt nafn Olivers Lodges sem lokarök.
Eitt, sem leiðir af kenningatrú, mætti e.t.v.
kalla ofríki bókmenntafræðinnar. Menn taka
að líta á bókmenntaumræðuna sem herra bók-
menntanna en ekki þjón. Skáldverk eru fremur
notuð til að þéna undir kenningu en kenningin
til þess að opna sýn inn í heim skáldverksins.
Við slíka meðferð getur rannsakandinn bein-
línis lokað fyrir víð svið í heild verksins.
Önnur tegund innihaldsleysis felst í því þegar
á menn fellur það sem ég stundum kalla „her-
fjötur fræðimennskunnar“.
Menn sogast inn í hringiðu fræðihugtaka
sinna, burt frá skáldskapnum, sem þeir þó ætl-
uðu að túlka, og þeysa háspekilega gandreið
um flest svið milli himins og jarðar önnur en
viðfangsefnið þaðan sem upp var lagt.
Þegar ég les slíkar herfjötursgreinar spyr ég
stundum. Er það ekki rétt, þrátt fyrir allt, sem
forðum var sagt: — Hið óljóst sagða er hið
óljóst hugsaða?
Þess háttar greinar fela í sér hættuna á að
opna háskalega menningargjá í okkar litla sam-
félagi.
Hingað til höfum við talið það styrk okkar að
tiltölulega mikill hluti sæmilega læsra og les-
andi íslendinga nyti skáldskapar og tæki þátt í
umræðu um bókmenntir. Þegar þessi lesandi
hluti gefst upp við að nema umræðuna er eitt-
hvað bogið í ríki Braga.
Sú tegund innihaldsleysis, sem ég skal að
lokum nefna, felst í því hirðuleysi, grunnfærni
og flaustri er oft einkennir íslenska dagblaða-
dóma um bækur, einkanlega í önnum jólakaup-
tíðarinnar þegar meginhluti íslenskra bók-
mennta kemur fyrir sjónir manna.
Mál er að linni.
Ungum lesendum Mímis kann að þykja sem
hér birtist dæmigert svartagallsraus gamals
manns.
Betur að satt væri.
Því vil ég endurtaka að ekki verður öll bók-
menntaumræða „okkar daga“ sett undir einn
hatt og unnt væri að benda á ýmislegt sem er
betur gert og innihaldsríkara en á „annarra
dögum“.
Én hvernig eigum við að varast hættur inni-
haldsleysis?
Ég hygg að af öllum greinum mennskra
fræða sé bókmenntafræðin ein hin huglægasta.
I skilningi og skynjun á bókmenntum dugir
rökhyggjan ein skammt. Til þurfa einnig að
koma tilfinningalegt næmi og innsæi. Þegar við
viljum nema skilaboð skáldskapar hljótum við
að freista þess að samstilla vitsmunalega rök-
hugsun við skynjun og tilfinningu.
Fræðikenningar geta verið mikilsverð tæki
við framkvæmd þessa ætlunarverks ef þeim er
6