Mímir - 01.06.1989, Síða 15
maður þessa tíma, segir hún, vissi ekkert hrylli-
legra en að „hin góða kona“ (ímynd móðurinn-
ar og sofandi kynþarfar) slyppi úr ánauð
kynferðislegrar bælingar. Það er Dracula sem
breytir konunum þeirra í kynferðisleg rándýr
og einmitt þess vegna, segir Gail, eru hryllileg-
ustu atriði sögunnar tengdar kynferði konunn-
ar.15
A þessum tíma var hræðsla mannsins við dýr-
ið í sér óvenju kraftmikil. Kom þar til gífurleg
spenna hvað varðaði kynlífið, hræðslan við hið
óskynsamlega og sömuleiðis eðlishvatirnar, en
kenningar Darwins skutu mönnum skelk í
bringu. Greinarhöfundur telur að vampíruismi
tjái ekki síst hræðslu mannsins við dýrið innra
með sér. En hvern telur Gail vera lykil sögunn-
ar? Ræðu Dracula í Piccadilly en þar segir hann
m.a.:
Your girls that you all love are mine al-
ready, and through them you and others
shall yet be mine... I6.
Hún segir ógnina vera tvíþætta, annars vegar
ráðist Dracula á garðinn þar sem hann er lægst-
ur: á kveneðlið eins og forfaðir hans gerði í
Eden forðum daga og þá sem Viktoríanskur
Satan. Sem fyrr er takmarkið að öðlast heildar-
yfirráð. Hins vegar (og þá ógn telur Gail vera
mikilvægari) getur hann sundrað „hinni sam-
eiginlegu dulvitund karlmannsins“ með því að
breyta „hinni góðu konu“ í kynferðislegt rán-
dýr. Dracula sé því ekki einungis ósigrandi
keppinautur kynferðislega, heldur einnig
ómeðvituð rödd innra með hetjunum sem hvísl-
ar því að stelpurnar þeirra, englarnir, séu hugs-
anlegar vampírur, að innst inni séu þær í raun-
inni hórur. En er víst að svo sé?
V
Dracula gefur sannarlega innsýn í margvís-
lega kreppu Viktoríutímans, ekki síst þá kyn-
ferðislegu. Þær Gail B. Griffin og Anne Cran-
ny-Francis virðast takmarka túlkun sína við
Viktoríutímann. En segjum svo að ógnin sem
birtist í Dracula beinist að karlmanninum í líki
konu sem orðin er frjáls kynvera, þá hljóta að
vakna tvær spurningar: Hvers vegna er konan
karlmanninum svona mikil ógn í líki líflegrar
kynveru? Og í ljósi þess að hér er á ferðinni
goðsögn um vampíru, gildir þessi hræðsla karl-
mannsins þá ekki um alla tíma?
Goðsögn felur í sér sannindi um manninn,
hún dregur upp mynd af hræðslu hans og þrá frá
ómunatíð, hún skolar þeim á land í mynd tákna
og forboða. Dracula, eins og aðrar gotneskar
sögur, sýnir ósk eða aigera andstæðu hennar
verða að veruleika. Það er til marks um þróun
gotneskra sagna — og kannski bókmenntanna
almennt — að í Dracula sameinast óskin og
andstæða hennar í einni og sömu „andhetj-
unni“: Dracula er einn en heimurinn sem hann
herjar á er klofinn.
Auðvitað ætlar sér enginn að ofmeta þekk-
ingu Stokers á (tímalausu) kyneðli manns-
skepnunnar, því eins og fram hefur komið er
hér um víðan völl að fara. Dracula gengur ekki
einasta í sprungur kúgunar á kynlífssviðinu og
Stoker sjálfur er tæplega laus úr viðjum sam-
tíma síns. Bretland Viktoríutímans er ekki
heldur nein Sódóma og gætu því afrek Dracula
virst „glæsilegri“ en ella: kannski stuðlar þetta
að ofuráherslu á kynferðislegt stef sögunnar.
Samt sem áður má ætla Stoker næsta næma
tilfinningu fyrir því gangvirki, burtséð frá hans
eigin kynhegðan og hugmyndum um líflegar og
lífvana kynverur. Stoker vissi ýmislegt um
ímyndir karls og konu.
Með tilkomu Dracula hriktir í stoðum karl-
mennskuímyndar hinna. Veldi þeirra er fall-
valt, eilífðareiginleikar eru skyndilega dregnir í
efa og smæð þeirra kemur í ljós. Þeir eru sterk-
ir, haldnir kynferðislegri getu sem enginn efast
um svo lengi sem konan ruggar kynþörf sinni og
getu í svefn — á meðan eiginleikar hennar eru
ákvarðaðir karlmanninum í hag. Dracula vekur
þrána og leiðir Lucy og Mínu inn í land forboð-
ins unaðar.
Þetta er sú ógn sem karlabandalaginu stafar
af Dracula. Greifinn ræðst gegn þeim á þeirra
eigin forsendum, ógnar þeirra viðkvæmustu
sannfæringum. Sú „sameiginlega dulvitund"
sem hann hótar að sundra, er sameiginleg dul-
vitund þeirra um sjálfa sig ekki síður en kon-
una/hóruna. Þegar á reynir, „dvínar karl-
mennska Holmwoods allnokkuð“ og Harker
umbreytist í gamlingja á einni nóttu.17 Alræði
þeirra er ógnað með karlmennsku sem þeir
geta ekki keppt við, árás Dracula er árás á
forsendur óttans við hóruna.
15