Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 15
161
Andri Fannar Bergþórsson
Annað ólögfest tilvik sem talið er að falli þar undir er
þegar farið er gegn innherjaupplýsingum. Farið er gegn
innherjaupplýsingunum með því að gera öfugt við það sem
innherjaupplýsingar gefa til kynna, þ.e. ef upplýsingarnar sem
varða skráð fyrirtæki gefa t.d. til kynna hækkun á hlutabréfaverði
félagsins myndi innherjinn selja áður en upplýsingarnar eru
gerðar opinberar.23
Skilyrðið um notkun innherjaupplýsinga veitir ákveðinn
skýrleika og fyrirsjáanleika varðandi bann við innherjasvikum
og hvað má og hvað má ekki í viðskiptum þegar viðkomandi býr
yfir innherjaupplýsingum.24 Útgangspunkturinn er að löglíkur
eru á notkun innherjaupplýsinga ef innherji á viðskipti þegar
hann býr yfir innherjaupplýsingum sem varða viðkomandi
fjármálagerning. Eins og Evrópudómstóllinn tók fram í
Spectormálinu á innherjinn alltaf kost á því að sýna fram á
hið gagnstæða, þ.e. að innherjaupplýsingarnar hafi ekki verið
notaðar í viðskiptunum.25 Aðilinn getur bent á þær aðstæður sem
nefndar voru hér að framan, hvort sem það byggir á aðstæðum
í 9. gr. MAR eða önnur tilvik þar sem viðurkennt hefur verið að
ekki sé um notkun innherjaupplýsinga að ræða, t.d. þegar aðilar
í viðskiptum búa yfir sömu innherjaupplýsingum eða farið er
gegn innherjaupplýsingunum.
2.2 Markmiðið með banni við innherjasvikum
Af hverju að banna innherjum að nota innherjaupplýsingar?
Hvað er að því að leyfa aðilum að njóta góðs af því að hafa
23 Sjá t.d. umfjöllun hjá Jesper Lau Hansen: „Insider Dealing Defined:
The EU Court’s Decision in Spector Photo Group“, 104. Sjá enn fremur
umfjöllun um fleiri tilvik sem teljast ekki notkun innherjaupplýsinga, t.d.
hjá Aðalsteini E. Jónassyni, op.cit., 274281, Jesper Lau Hansen: „Insider
Dealing Defined: The EU Court’s Decision in Spector Photo Group“,
103105 og Mårten Knuts: „Insiderhandelsförbudet i Norden – efter
Spectoravgörandet“. Juridisk tidskrift vid Stockholms Universitet 2010, 683
699 (694697).
24 Sjá t.d. umfjöllun hjá Peter J Henning: „What's So Bad About Insider
Trading Law?“ The Business Lawyer 2015, 751776 (773774).
25 Sjá 62. mgr. dómsins.