Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 15
161 Andri Fannar Bergþórsson Annað ólögfest tilvik sem talið er að falli þar undir er þegar farið er gegn innherjaupplýsingum. Farið er gegn innherjaupplýsingunum með því að gera öfugt við það sem innherjaupplýsingar gefa til kynna, þ.e. ef upplýsingarnar sem varða skráð fyrirtæki gefa t.d. til kynna hækkun á hlutabréfaverði félagsins myndi innherjinn selja áður en upplýsingarnar eru gerðar opinberar.23 Skilyrðið um notkun innherjaupplýsinga veitir ákveðinn skýrleika og fyrirsjáanleika varðandi bann við innherjasvikum og hvað má og hvað má ekki í viðskiptum þegar viðkomandi býr yfir innherjaupplýsingum.24 Útgangspunkturinn er að löglíkur eru á notkun innherjaupplýsinga ef innherji á viðskipti þegar hann býr yfir innherjaupplýsingum sem varða viðkomandi fjármálagerning. Eins og Evrópudómstóllinn tók fram í Spector­málinu á innherjinn alltaf kost á því að sýna fram á hið gagnstæða, þ.e. að innherjaupplýsingarnar hafi ekki verið notaðar í viðskiptunum.25 Aðilinn getur bent á þær aðstæður sem nefndar voru hér að framan, hvort sem það byggir á aðstæðum í 9. gr. MAR eða önnur tilvik þar sem viðurkennt hefur verið að ekki sé um notkun innherjaupplýsinga að ræða, t.d. þegar aðilar í viðskiptum búa yfir sömu innherjaupplýsingum eða farið er gegn innherjaupplýsingunum. 2.2 Markmiðið með banni við innherjasvikum Af hverju að banna innherjum að nota innherjaupplýsingar? Hvað er að því að leyfa aðilum að njóta góðs af því að hafa 23 Sjá t.d. umfjöllun hjá Jesper Lau Hansen: „Insider Dealing Defined: The EU Court’s Decision in Spector Photo Group“, 104. Sjá enn fremur umfjöllun um fleiri tilvik sem teljast ekki notkun innherjaupplýsinga, t.d. hjá Aðalsteini E. Jónassyni, op.cit., 274­281, Jesper Lau Hansen: „Insider Dealing Defined: The EU Court’s Decision in Spector Photo Group“, 103­105 og Mårten Knuts: „Insiderhandelsförbudet i Norden – efter Spectoravgörandet“. Juridisk tidskrift vid Stockholms Universitet 2010, 683­ 699 (694­697). 24 Sjá t.d. umfjöllun hjá Peter J Henning: „What's So Bad About Insider Trading Law?“ The Business Lawyer 2015, 751­776 (773­774). 25 Sjá 62. mgr. dómsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.