Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 29
175 Andri Fannar Bergþórsson Í fjórða lagi þarf að taka afstöðu til þess hvort krafan um aðgengi allra á markaði feli það í sér að hver sem er á markaði með litla sem enga þekkingu á verðbréfamarkaðinum þurfi að skilja upplýsingarnar til að þær teljist opinberar í skilningi 7. gr. MAR eða hvort það sé nóg að aðili með þekkingu eða reynslu á verðbréfamarkaði yfir meðallagi skilji upplýsingarnar. Til að stuðla að samkeppni á verðbréfamarkaði og skilvirkni í verðmyndun verður að telja nauðsynlegt að miða við fjárfesti með þekkingu eða reynslu yfir meðallagi á markaðinum, sem mætti nefna skynsaman fagfjárfesti eða á ensku „reasonable professional investor“.71 Hvati þarf að vera til staðar fyrir fjármálagreinendur og aðra á markaði að greina opinberar upplýsingar og græða þannig á sinni vinnu, enda leiðir það til þess að verðmyndun á markaði verði skilvirkari.72 Fjárfestar eiga því möguleika á að hagnast með því að vera „betri en markaðurinn“ með því að greina og lesa saman opinberar upplýsingar sem eru ekki alþekktar á markaði þótt þær séu vissulega opinberar.73 MAR gerir einmitt ráð fyrir þessu í 28. forsendu reglugerðarinnar. Þar segir að „[r]annsóknir og áætlanir sem byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg ættu, einar og sér, ekki að teljast innherjaupplýsingar og það að viðskipti fari fram á grundvelli slíkra rannsókna eða áætlana ætti því ekki teljast notkun innherjaupplýsinga.“74 71 Ronald J. Gilson og Reinier H. Kraakman: „The Mechanisms of Market Efficiency“. Virginia Law Review 1984, 549­644 (571). 72 Sjá t.d. umfjöllun hjá Jesper Lau Hansen: Værdipapirhandelsloven med kommentarer. Bind II., op.cit., 389. 73 Sjá Mario Hössl­Neumann og Ulrich Torggler, op.cit., 62­63. 74 Í 2. og 3. málsl. 28. forsendu MAR er síðan tekið fram orðrétt: „Þó geta slíkar upplýsingar talist vera innherjaupplýsingar t.d. ef markaðurinn væntir reglulegrar birtingar eða dreifingar upplýsinga og ef slík birting eða dreifing á þátt í verðmyndun fjármálagerninga eða ef upplýsingarnar fela í sér álit viðurkennds markaðslýsanda eða stofnunar sem getur haft áhrif á verð á tengdum fjármálagerningum. Markaðsaðilar skulu því taka til athugunar að hvaða marki upplýsingarnar eru óopinberar og möguleg áhrif þeirra á fjármálagerninga, sem viðskipti eru með fyrir birtingu þeirra eða dreifingu, til að ákvarða hvort þeir væru að eiga viðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.