Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Síða 46
192 Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga að uppfylla grundvallarskilyrði þess að teljast félag. Vinirnir kunna að hafa sammælst um að til þess að fá að taka þátt þurfi að greiða ákveðna fjárhæð inn á bankareikning eins þeirra og að sá sem spái rétt fyrir um flest úrslit fái heildarfjárhæðina í sinn hlut, sem er þá hið endanlega markmið samkomulagsins. Komi til ágreinings á milli þátttakenda kann að vera leyst úr deilunni með hjálp reglna félagaréttar, t.a.m. meginreglunnar um jafnræði félagsmanna. Skilyrði þess að óskráð regla félagaréttar sé notuð til þess að leysa úr ágreiningi er að til staðar sé félag í skilningi félagaréttar. Ef við gefum okkur að ofangreint samkomulag vinanna uppfylli skilyrði þess að teljast félag og enn fremur að óskráðar reglur félagaréttar gildi um tiltekna þætti félagsins, þá mætti líta á samstarf þeirra sem heild, sem er viðurkennd að íslenskum rétti að þessu takmarkaða leyti. Getraunafélag vinanna er hins vegar ekki viðurkennt sem lögaðili sökum þess að starfsemin er ekki rekin sem heild sem viðurkennt er að geti átt réttindi eða borið skyldur að íslenskum rétti, þ.e. í félagi sem nýtur rétthæfis.7 Af þessu leiðir að ekki er um að ræða félag sem getur komið fram í eigin nafni heldur eru allar skuldbindingar sem gerðar eru vegna félagsins gerðar af einum eða fleiri félagsmönnum og binda þannig einungis þá félagsmenn gagnvart viðkomandi þriðja manni, eftir reglum fjármunaréttar og annarra réttarsviða. Að því marki sem reglur félagaréttar geta komið til skoðunar í tilviki slíks félags varða þær þannig einungis innbyrðis réttarsamband félagsmanna en ekki réttarsamband þeirra (og félagsins) gagnvart þriðja manni8. 7 Sjá hér einnig Áslaug Björgvinsdóttir, op. cit., bls. 29; Stefán Már Stefánsson, Hlutafélagaréttur, op. cit., bls. 106. 8 Til hliðsjónar má hér nefna réttarstöðu óskráðs sameignarfélags, sem vísað hefur verið til sem innra félags, sökum þess að vegna skorts á rétthæfi varða reglur félagaréttar réttarsamband á milli félagsmanna en ekki á milli félagsins og þriðja manns (félagið kemur ekki fram út á við sem ein heild). Sjá um þetta umfjöllun um innri og ytri félög í Áslaug Björgvinsdóttir, op. cit., bls. 45­46, og eins lögskýringargögn að baki lögum um sameignarfélög nr. 50/2007, einkum athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi til laganna, Alþt. 2006­2007, A­deild, bls. 962 og 968­970.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.