Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 51
197 Arnljótur Ástvaldsson Af þessu leiðir að í sumum tilfellum hefur verið litið svo á að félagsmenn almenns félags séu ekki eigendur félaganna.24 Slíkt má til sanns vegar færa ef litið er á eiganda félags sem aðila sem hefur bæði rétt til þess að stjórna félagi (stjórnunarrétt sem nýttur er á félagsfundi) og rétt til arðgreiðslna eða annan rétt til eigna félagsins (fjárhagsleg réttindi) á meðan það starfar,25 þ.e. áður en því hefur verið slitið eða það tekið til gjaldþrotaskipta. Af framangreindu má ráða að félög öðlist viðurkenningu sem lögaðilar – og þar með rétthæfi – með tvennum hætti í íslenskum rétti. Annars vegar (og aðallega) á grundvelli settra laga og hins vegar á grundvelli óskráðra reglna, sem mótast hafa yfir tíma og slegið hefur verið föstum í dómaframkvæmd, líkt og hið almenna félag er dæmi um.26 Nefna verður einnig í op. cit., bls. 69­70. Til hliðsjónar má nefna að í fræðiskrifum um réttarstöðu ófjárhagslegra félaga („non-profit“ félög) að bandarískum félagarétti hefur verið vísað til banns við ráðstöfun hagnaðar, af starfsemi félags, til félagsmanna sem ófrávíkjanlegs skilyrðis fyrir tilvist ófjárhagslegs (almenns) félags. Sjá um þetta t.d. Henry Hansmann: The ownership of enterprise. Cambridge og London: Harvard University Press 1996, einkum bls. 11, 17 og 35. 24 Sjá hér t.a.m. H 1997:841 (Vélstjórafélag Íslands), þar sem deilt var um hvort eitt aðildarfélaga Vélstjórafélags Íslands (VÍ) ætti rétt til tiltekins hlutar af eignum VÍ við úrsögn úr félaginu. Hæstiréttur hafnaði málatilbúnaði aðildarfélagsins m.a. með eftirfarandi rökstuðningi: „Um starfsemi [VÍ] nýtur ekki settra laga frá Alþingi, og fer því um hana að samþykktum (lögum) þeirra og þeim ólögfestu grunnreglum, sem gilda um almenn félög, er hafa ekki bein fjárhagsleg markmið með rekstri sínum. Þegar slíkt félag leggur ekki með sér fjármuni við inngöngu, eru almennt ekki líkur til þess, að það taki með sér fé við útgöngu. ... [Aðildarfélagið] heldur því einnig fram, að með aðildarfélögum stefnda hafi myndast sameign í eignarréttarlegum skilningi og við úrsögn sína eigi hann rétt til hluta síns af þessari sameign. Ekki verður séð, að almenn fjárhagsleg ábyrgð aðildarfélaga stefnda á skuldbindingum sambandsins geti verið önnur en með félagsgjöldum.“ 25 Þessi skilgreining á eiganda hefur verið lögð til grundvallar í erlendum fræðiskrifum um félagarétt, þá einkum um breskan og bandarískan rétt, sbr. hugtakið „investor ownership“ sem stuðst er við í Reinier Kraakman o.fl.: The anatomy of corporate law : a comparative and functional approach, 3. útg. Oxford: Oxford University Press 2017, bls. 13­15. 26 Sjá hér til hliðsjónar Markús Sigurbjörnsson og Kristín Benediktsdóttir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.