Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 60
206 Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga í tengslum við tilgreindar deildir íþróttafélaga og útibú banka. Verða þessari dómaframkvæmd nú gerð skil og dómar flokkaðir í eftirfarandi flokka: (i) Dómar þar sem dómstólar hafa ekki gert athugasemd við aðildarhæfi deildar innan félags; (ii) dómar þar sem deildir njóta aðildarhæfis á grundvelli sérstakra lagareglna; og (iii) dómar þar sem dómstólar hafa hafnað því að deild eða eining geti átt aðild að dómsmáli. 3.3.2 Dómstólar gera ekki athugasemd við aðildarhæfi deildar eða einingar Í dómaframkvæmd eru dæmi um mál þar sem deildir eða einingar innan félaga hafa verið á meðal málsaðila án nokkurrar umfjöllunar eða athugasemda um aðildarhæfi þeirra. Í H 1982:1466 (Júdódeild Ármanns, fyrri dómur) var deild innan íþróttafélags stefnt til greiðslu skuldar sem var tilkomin vegna láns til kaupa á fasteign. Í héraðsdómi var júdódeildin dæmd til þess að endurgreiða tiltekna lánsfjárhæð með dráttarvöxtum en Hæstiréttur vísaði málinu að nýju til héraðsdóms, á þeim grundvelli að dráttur hefði verið á dómsuppsögu umfram leyfileg tímamörk. Þegar málið barst Hæstarétti að nýju var það vegna ágreinings um hvort júdódeildinni væri heimilt að leggja fram ákveðin gögn, en deildin hafði kært úrskurð héraðs dóms, þar sem framlagningu gagnanna var hafnað. Með dómi í máli H 1983:921 (Júdódeild Ármanns, síðari dómur) staðfesti Hæstiréttur hinn kærða úrskurð og dæmdi júdódeildina til greiðslu kærumálskostnaðar. Í hvorugum þessara dóma var fjallað um aðildarhæfi í málatilbúnaði aðila né af dómurum (af sjálfsdáðum) og þá var ekki heldur fjallað um réttar stöðu júdódeildarinnar gagnvart félaginu Ármanni. Af þessu leiðir að í dómunum koma engar upplýsingar fram um félagaform Ármanns, þó ætla megi að um hafi verið að ræða íþróttafélag í formi almenns félags. Í H 1989:1404 (Þingflokkur Borgaraflokksins) hafði þingflokkur stjórnmálaflokks stefnt fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, fyrir dóm til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, sem þingflokkurinn taldi sig eiga rétt á samkvæmt fjárlögum. Nánar tiltekið taldi þingflokkurinn sig hafa fengið úthlutað of lágum hlut við útdeilingu styrkja til þingflokka stjórnmálaflokka. Héraðsdómur sýknaði ríkissjóð og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.