Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 60
206
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
í tengslum við tilgreindar deildir íþróttafélaga og útibú banka.
Verða þessari dómaframkvæmd nú gerð skil og dómar flokkaðir
í eftirfarandi flokka: (i) Dómar þar sem dómstólar hafa ekki gert
athugasemd við aðildarhæfi deildar innan félags; (ii) dómar þar
sem deildir njóta aðildarhæfis á grundvelli sérstakra lagareglna;
og (iii) dómar þar sem dómstólar hafa hafnað því að deild eða
eining geti átt aðild að dómsmáli.
3.3.2 Dómstólar gera ekki athugasemd við aðildarhæfi deildar eða
einingar
Í dómaframkvæmd eru dæmi um mál þar sem deildir eða
einingar innan félaga hafa verið á meðal málsaðila án nokkurrar
umfjöllunar eða athugasemda um aðildarhæfi þeirra. Í H 1982:1466
(Júdódeild Ármanns, fyrri dómur) var deild innan íþróttafélags stefnt
til greiðslu skuldar sem var tilkomin vegna láns til kaupa á fasteign.
Í héraðsdómi var júdódeildin dæmd til þess að endurgreiða
tiltekna lánsfjárhæð með dráttarvöxtum en Hæstiréttur vísaði
málinu að nýju til héraðsdóms, á þeim grundvelli að dráttur
hefði verið á dómsuppsögu umfram leyfileg tímamörk. Þegar
málið barst Hæstarétti að nýju var það vegna ágreinings um
hvort júdódeildinni væri heimilt að leggja fram ákveðin gögn, en
deildin hafði kært úrskurð héraðs dóms, þar sem framlagningu
gagnanna var hafnað. Með dómi í máli H 1983:921 (Júdódeild
Ármanns, síðari dómur) staðfesti Hæstiréttur hinn kærða úrskurð og
dæmdi júdódeildina til greiðslu kærumálskostnaðar. Í hvorugum
þessara dóma var fjallað um aðildarhæfi í málatilbúnaði aðila né
af dómurum (af sjálfsdáðum) og þá var ekki heldur fjallað um
réttar stöðu júdódeildarinnar gagnvart félaginu Ármanni. Af þessu
leiðir að í dómunum koma engar upplýsingar fram um félagaform
Ármanns, þó ætla megi að um hafi verið að ræða íþróttafélag í
formi almenns félags.
Í H 1989:1404 (Þingflokkur Borgaraflokksins) hafði þingflokkur
stjórnmálaflokks stefnt fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, fyrir dóm
til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, sem þingflokkurinn taldi sig eiga
rétt á samkvæmt fjárlögum. Nánar tiltekið taldi þingflokkurinn
sig hafa fengið úthlutað of lágum hlut við útdeilingu styrkja til
þingflokka stjórnmálaflokka. Héraðsdómur sýknaði ríkissjóð og