Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 81

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 81
227 Arnljótur Ástvaldsson 5.3 Deild getur verið aðildarhæf ef hún nýtur ákveðins sjálfstæðis frá félagi 5.3.1 Almennt Í umfjölluninni hér að framan hefur sú ályktun verið dregin af dómaframkvæmd Hæstaréttar að útgangspunkturinn við mat á aðildarhæfi deildar innan félags sé eftirfarandi: Ef ekki er upplýst um annað í máli en að aðili sé deild innan rétthæfs félags, en ekki félag sjálfur, þá leiðir slíkt almennt til þess að viðkomandi aðili er ekki hæfur til þess að eiga réttindi eða bera skyldur og getur því ekki notið aðildarhæfis fyrir dómi. Af dómi Hæstaréttar í máli H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) má hins vegar ljóst vera að slíkar deildir geta, allt að einu, verið hæfar til þess að eiga réttindi og bera skyldur ef skipulag þeirra er með þeim hætti að þær lúti (í meginatriðum) ekki boðvaldi æðri stjórnareiningar innan þess rétthæfa félags sem þær eru hluti af og hafi (í meginatriðum) fjárhagslegt sjálfstæði. Ekki er gerð krafa um að deildin hafi eigið innra regluverk (t.d. samþykktir) heldur er tækt að byggja á reglum hins rétthæfa félags í þessu samhengi. Verður nú fjallað um þessa niðurstöðu Hæstaréttar út frá sjónarhorni félagaréttar. 5.3.2 Hvenær er deild nægilega sjálfstæð til þess að njóta rétthæfis? Í skilningi félagaréttar getur deild eða eining innan félags ekki talist til sjálfstæðs lögaðila nema viðkomandi deild sé stofnuð og starfrækt sem félag. Í tilviki flestra íslenskra félaga er enn fremur gerð krafa um að félag sé stofnað af tveimur eða fleiri félagsmönnum. Rétthæft félag getur þannig ekki, eitt og sér, stofnað önnur rétthæf félög með þeirri undantekningu að rétthæf félög geta að meginstefnu stofnað og átt einkahlutafélag án tilkomu annarra aðila.101 Almennt má þannig segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að t.d. ákveðin deild innan rétthæfs félags (t.d. hlutafélags) sé starfrækt sem einkahlutafélag102. 101 Sjá 1. mgr. og 3. mgr. 3. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. 102 Fyrir breytingu á 3. mgr. 3. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 með lögum nr. 25/2017 var talið að almenn félög gætu ekki verið á meðal stofnenda einkahlutafélags, þar sem stofnendur væru taldir upp með tæmandi hætti í 3. mgr. 3. gr. og almenn félög væru ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.