Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 88
234 Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga Vegna þess að Deildin er hluti af félaginu og þannig undirorpin regluverki þess (samþykktum), þá geta félagsmenn almennt tekið ákvarðanir sem leiða til breytingar á stöðu einstakra deilda, t.d. til þess að draga úr sjálfstæði þeirra. Þetta leiðir beint af stjórnkerfi félaga og þeirri staðreynd að æðsta vald til töku ákvarðana um málefni félags liggur hjá félagsmönnum.113 Ráðstöfun fjármuna á milli ólíkra hluta félagsins fellur innan þessa ákvörðunarvalds, að því gefnu að um sé að ráðstöfun á fjármunum innan félagsins, enda eru stjórnareiningar almenns félags eftir sem áður bundnar af reglunni um að almenn félög verði að starfa í samræmi við ófjárhagslegan tilgang.114 Þá eru stjórnareiningar einnig bundnar af samþykktum félagsins og ófrávíkjanlegum lagareglum sem kunna að gilda um starfsemi félagsins á öðrum réttarsviðum en félagarétti. Af framangreindu má ljóst vera að ef stuðst er við fjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi við mat á rétthæfi Deildarinnar kann slíkt að hafa ákveðin vandamál í för með sér varðandi möguleika leikmannsins (kröfuhafa) á fullum efndum kröfu sinnar út frá sjónarhorni félagaréttar. Helgast þetta af þeim grundvallarmun sem er á stöðu aðila sem er hluti af félagi, annars vegar, og aðila sem hefur stöðu rétthæfs félags, hins vegar. Þessi grundvallarmunur hefur í för með sér að æðri stjórnareiningar félagsins hafa almennt vald til þess að ráðstafa fjármunum sbr. umfjöllun í kafla 5.1. 113 Þetta á við óháð því hvort kosning nýrrar stjórnar Deildarinnar krefst breytinga á samþykktum félagsins eða ekki, t.d. í því tilviki þegar samþykktir mæla fyrir um að stjórn Deildar skuli kosin á sérstökum aðalfundi Deildarinnar. Félagsfundur hefur einnig vald til þess að breyta samþykktum félagsins hvað þetta varðar, t.d. með þeim hætti að stjórn Deildarinnar verði framvegis kosin af aðalfundi félagsins en ekki af aðalfundi Deildarinnar. 114 Ef æðri stjórnareining almenns félags myndi t.d. taka þá ákvörðun að fjármunir skyldu teknir úr umráðum tiltekinnar deildar og í kjölfarið ráðstafað frá félaginu og til félagsmanna þá væri að líkindum um ráðstöfun að ræða sem ekki samræmdist ófjárhagslegum tilgangi félagsins, þ.e. að fjármunir félagsins væru notaðir til þess að starfrækja íþróttastarf félagsins en ekki ráðstafað út úr félaginu, til hagsbóta fyrir félagsmenn eða aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.