Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 95

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 95
241 Arnljótur Ástvaldsson tilgangi jafngildir því ekki að öll slík félög njóti rétthæfis. Viðurkenning á því að ákveðinn aðili sé bær um að eiga réttindi og bera skyldur og vera aðildarhæfur fyrir dómi verður eftir sem áður að grundvallast á þeim réttarreglum sem gilda hverju sinni. Íslenski löggjafinn, sem og löggjafar á öðrum Norðurlöndum, hefur t.d. gert þá kröfu að ef einstaklingar hyggjast stofna og starfrækja félög án þess að bera ábyrgð á skuldbindingum félagsins (t.d. í formi hlutafélags) þá verði að uppfylla ákveðnar kröfur fyrir skráningu (t.d. um fjármögnun með greiðslu hlutafjár) og fylgja ákveðnum reglum (t.d. að greiða ekki arð nema að uppfylltum skilyrðum sem taka mið af fjárhagslegri afkomu félagsins). Að sama skapi gerir íslenskur réttur þær kröfur að ef félagsmenn í almennum félögum eigi að njóta verndar meginreglunnar um takmarkaða ábyrgð, þá verði slíkt félag að hafa verið stofnað og starfrækt í samræmi við óskráðar reglur félagaréttar, m.a. regluna um að starfa í ófjárhagslegum tilgangi. Ef gengið er út frá því að rétthæfi, í þessu tilviki rétthæfi annarra aðila en einstaklinga (ópersónulegra aðila), verði að byggjast á (skráðum eða óskráðum) réttarreglum íslensks réttar,122 má spyrja hvort slíkri réttarreglu hafi verið slegið fastri í H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) og fylgt í eftirfarandi dómaframkvæmd. Reglan væri þá svohljóðandi: Deildir eða einingar innan rétthæfra félaga, sem ekki eru félög sjálf, eru ekki rétthæf nema fyrir liggi að þau lúti, að meginstefnu, ekki boðvaldi æðri stjórnareiningar innan hins rétthæfa félags og njóti, að meginstefnu, fjárhagslegs sjálfstæðis frá félaginu. Boðvald og fjárhagslegt sjálfstæði eru þannig skilyrði sem uppfylla þarf til þess að beita undantekningunni frá þeirri almennu reglu að deild teljist ekki rétthæfur aðili. Sá sem færir 122 Sjá hér til hliðsjónar rökstuðning Landsréttar í máli L 12. október 2023 (532/2023) (GX Holding Limited), þar sem aðildarhæfi félags var hafnað sökum þess að gögn skorti um opinbera skráningu þess: „Um aðildarhæfi ópersónulegra aðila er ljóst að það er fyrir hendi hjá félagi eða stofnun ef lög eða aðrar réttarreglur heimila að slíkur ópersónulegur aðili geti átt réttindi eða borið skyldur í samskiptum við aðra.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.