Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 126
272
Frávik og skýringar á tilboðum
almennt að haga tilboðum sínum nákvæmlega í samræmi við
útboðsgögn og að svo til ekkert svigrúm sé fyrir hendi til þess
að víkja frá kröfum útboðsskilmála þegar frávikstilboð hafa ekki
sérstaklega verið leyfð eða settar fram frávíkjanlegar kröfur.
Hér að framan hafa verið raktar þær reglur sem almennt gilda
þegar tilboðum er skilað í ósamræmi við útboðsgögn. Sú staða
kann hins vegar að koma upp við slíkar aðstæður að kaupandi
telji rétt að óska skýringa á tilboði sem virðist í ósamræmi við
útboðsskilmála, og þá sérstaklega ef um er að ræða tilboð sem
almennt yrði talið hagkvæmast í útboðinu. Rétt er því að skoða
hvaða reglur gilda um slíkar óskir.
5. SKÝRINGAR Á TILBOÐUM
Þegar opinber kaupandi stendur frammi fyrir því að tilboð sem
borist hefur í útboði virðist í ósamræmi við kröfur útboðsgagna
er ljóst að taka þarf afstöðu til þess hvernig skuli meðhöndla
tilboðið.
Líkt og rakið hefur verið þá leiða reglur um mat á tilboðum
og frávik frá útboðsgögnum til þess að kaupanda beri að hafna
tilboðum sem eru í ósamræmi við útboðsgögn. Það er enda í
samræmi við grundvallarreglu opinberra innkaupa um jafnræði
bjóðenda, sbr. meðal annars dóm Almenna dómstólsins í máli
T-195/08, Antwerpse Bouwwerken NV gegn framkvæmdastjórninni,
ECLI:EU:T:2009:491, þar sem eftirfarandi kom fram:
58. However, it is also essential, in the interests of legal certainty,
that the Commission be able to ascertain precisely what a tender
submitted in the course of a procurement procedure means and,
in particular, to determine whether the tender complies with
the conditions set out in the contract documents. Thus, where
a tender is ambiguous and the Commission is not in a position
to establish, quickly and efficiently, what it actually means, that
institution has no choice but to reject the tender.
Af umræddum dómi mætti ráða að ef tilboð virðist í fyrsta
kasti í ósamræmi við útboðsgögn eða kaupandi geti ekki
almennilega áttað sig á því hvort tilboðið sé í samræmi við
útboðsgögn þá beri kaupanda ávallt að hafna tilboði. Almennt