Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 136

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 136
282 Frávik og skýringar á tilboðum leggja fram nauðsynleg gögn til að unnt væri að leggja mat á hæfi hans. Í úrskurði kærunefndar sagði eftirfarandi: Samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir kærunefndinni þegar tekin var afstaða til stöðvunarkröfu kæranda hafði hann ekki skilað neinum þeim fylgigögnum sem útboðsgögn áskildu og varð því ekki ráðið af tilboðinu hvort hann uppfyllti hæfiskröfur. Kærandi hefur ekki lagt fram frekari gögn undir rekstri málsins eða með öðrum hætti sýnt fram á að tilboði hans hafi fylgt áskilin gögn. Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að tilboð kæranda hafi ekki verið sett fram í samræmi við kröfur útboðsgagna og að það hafi ekki verið samanburðarhæft við önnur tilboð. Við þessar aðstæður verður ekki talið að varnaraðila hafi verið skylt að leita nánari skýringa á efni tilboðsins samkvæmt 5. mgr. 66. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup eða ákvæðum útboðsgagna. Bjóðandinn var þannig látinn bera hallann af því að hafa ekki lagt fram nauðsynleg gögn og engin skylda talin hvíla á kaupandanum í þessu tilviki til þess að óska skýringa og þannig aðstoða bjóðandann í þessum efnum. Líkt og rakið hefur verið er gerð sú krafa til hins opinbera kaupanda að hann fylgi nákvæmlega þeim reglum og kröfum sem gerðar eru í útboðsgögnum við mat á tilboðum. Hafi þannig verið gerð krafa um að bjóðandi leggi fram tiltekin gögn með tilboði sínu og að skortur á slíkri framlagningu leiði til útilokunar bjóðanda verður að gera þá kröfu til kaupanda að því sé fylgt við mat á tilboðum og að bjóðanda sé ekki veitt færi á að bæta úr á síðari stigum. Um þetta var fjallað í máli C­42/13, Cartiera dell‘Adda SpA gegn CEM Ambiente SpA, ECLI:C:2014:234529, þar sem eftirfarandi kom fram í dómi Evrópudómstólsins: 42. The Court has already held that the contracting authority must comply strictly with the criteria which it has itself established, so it is required to exclude from the contract an economic operator 29 Sjá einnig mál C­309/18, Lavorgna Srl gegn Comune di Montelanico, Comune di Supino, Comune di Sgurgola og Comune di Trivigliano, ECLI:EU:C:2019:350.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.