Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 136
282
Frávik og skýringar á tilboðum
leggja fram nauðsynleg gögn til að unnt væri að leggja mat á
hæfi hans. Í úrskurði kærunefndar sagði eftirfarandi:
Samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir kærunefndinni þegar
tekin var afstaða til stöðvunarkröfu kæranda hafði hann ekki
skilað neinum þeim fylgigögnum sem útboðsgögn áskildu og
varð því ekki ráðið af tilboðinu hvort hann uppfyllti hæfiskröfur.
Kærandi hefur ekki lagt fram frekari gögn undir rekstri málsins
eða með öðrum hætti sýnt fram á að tilboði hans hafi fylgt áskilin
gögn. Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að
tilboð kæranda hafi ekki verið sett fram í samræmi við kröfur
útboðsgagna og að það hafi ekki verið samanburðarhæft við önnur
tilboð. Við þessar aðstæður verður ekki talið að varnaraðila hafi
verið skylt að leita nánari skýringa á efni tilboðsins samkvæmt 5.
mgr. 66. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup eða ákvæðum
útboðsgagna.
Bjóðandinn var þannig látinn bera hallann af því að hafa
ekki lagt fram nauðsynleg gögn og engin skylda talin hvíla á
kaupandanum í þessu tilviki til þess að óska skýringa og þannig
aðstoða bjóðandann í þessum efnum.
Líkt og rakið hefur verið er gerð sú krafa til hins opinbera
kaupanda að hann fylgi nákvæmlega þeim reglum og kröfum
sem gerðar eru í útboðsgögnum við mat á tilboðum. Hafi þannig
verið gerð krafa um að bjóðandi leggi fram tiltekin gögn með
tilboði sínu og að skortur á slíkri framlagningu leiði til útilokunar
bjóðanda verður að gera þá kröfu til kaupanda að því sé fylgt
við mat á tilboðum og að bjóðanda sé ekki veitt færi á að bæta
úr á síðari stigum. Um þetta var fjallað í máli C42/13, Cartiera
dell‘Adda SpA gegn CEM Ambiente SpA, ECLI:C:2014:234529, þar
sem eftirfarandi kom fram í dómi Evrópudómstólsins:
42. The Court has already held that the contracting authority must
comply strictly with the criteria which it has itself established, so
it is required to exclude from the contract an economic operator
29 Sjá einnig mál C309/18, Lavorgna Srl gegn Comune di Montelanico,
Comune di Supino, Comune di Sgurgola og Comune di Trivigliano,
ECLI:EU:C:2019:350.