Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 14
12 ISLANDE - FRANGE bróðir var Paul Nizan. Báðir höfðu ])eir hið mesta yndi af að rœða heimspeki, köstuðu hrátt allri trú og virtu fyrir sér þjóðfélagsskipan- ina af gagnrýni. Þegar árið 1920, er þeir voru í efsta hekk, voru þeir Sartre og Nizan taldir byltingasinn- aðir. Námskeið i undirhúningsfræðum fyrir háskölanám sótti hann við hinn sama Hinriks IV. menntaskóla og hjó hann sig með góðum árangri undir samkeppnispröf til inngöngu i skóla þann, sem sér menntaskóla kennáraefnum fyrir nauðsynlegri fræðslu, hókmenntadeild hans (” Ecole Normale Supérieure, section Lettres). Hafði hann þar heimspeki að sérgrein og lauk góðu kennara- prófi í lienni. Var honum síðar veitt kennarastaða í Laon, síðan i le Havre. Nokkru seinna varð hann styrkþegi „Frönsku menntastofnun- arinnar“ (I’Institut Francais) í Ber- lin og kynnti sér þar þýzka heim- speki. Að því loknu hélt hann á- fram starfi sínu sem menntaskóla- kennari við Pasteur-menntaskólann i Neuilly. Hann var kvaddur í lier- inn í sept. 1939, var tekinn til fanga í júní 1940 ásamt liðinu i Maginot- virkjunum. Vorið 1941 sneri Iiann úr fangavistinni til Frakklands og tók þá aftur við stöðu sinni við Pasteur-menntaskólann. Síðar var honum veitt staða við Condorcet- menntaskólann. Árið 1944, er Frakkland varð aftur frjálst, lét Iiann af emhætti við hina æðri skóla og hugðist hclga sig rithöfundar- störfum. Arið 1945 tókst hann ferð á hendur til Bandaríkjanna. Hann er ritstjóri tímaritsins Les Temps Modernes, og birtist fyrsta hefti þess i október 1946. Tvö heimspekirita hans eru sér- staklega þýðingarmikil: „L’Etre et le Néant“ (1945) [Verund og glöt- un] og „L’ Existentialisme est un Hinnanisme“. Iiið fyrrnefnda rit er stórt bindi, þéttletraðar 700 hls„ fyr- ir sérfræðinga. Ilið siðarnefnda er sérprentun erindis. Veitir höfundur þar aðgengilegt vfirlit yfir kenn- ingu sína. Revnum nú að setja hana fram eins greinilega og unnt er, án þess að skeyta um hin fræðilegu lieili. Eins og Kierkegaard gengur Sartre út frá þeirri heimspekilegu meginreglu, að verundin sé undan- fari innihalds lífsins, þ. e. a. s., að fyrst verði maðurinn til, geri sér grein fyrir sjálfum sér og heimin- um, og að hann mótist síðan. Mað- urinn er, að því er verundarspekin ætlar, ekki skilgreinanlegur, af því að í upphafi er liann „ekkert“: Hann mun ekki „verða“ fvrr en á síðan, og hann mun þá verða slíkur, sem hann Iiefur gert sjálfan sig: „Mað- urinn er ekkert annað en það, sem hann gerir úr sjálfum sér, („L’Exis- tentialisme est un humanisine“, hls. 21). Fyrir kristinn mann er þessi afstaða erfið. Kcnnir trúin ekki, að guð hafi skapað manninn í sinni mynd og líking? Sjálfur Kierkegaard varð að sæta hörðum árásum af hendi Iútherskra guð- fræðinga: „Vér eigum að setja traust vort á trúna“, svaraði hann, „einmitt af ]ivi, að hún er fjarstæð, heimskuleg; og þetta fjarstæðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.