Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 13

Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 13
ISLANDE- FRANCE 11 arlaust á þá staðreynd, að hin feg- ursta perla sé, þegar allt kemur til alls, einungis afleiðing af sjúkdómi skelfisksins. Þannig er, segir hann, einnig skáldskapurinn skilgetið af- kvæmi sorgarinnar. Það er skáld- skapur fólginn í hinum þjáningar- fullu játningum manns eins og Kierkegaards. Eins og hin miklu ljóðskáld, stynur hann í meðvitund nm „einangrun“ sína, hina átakan- legu einveru. Hann er einmana ein- stæðingur í fjarstæðukenndri til- veru. Hin eina vissa, sem liann á, er sú að vera til (d’exister): „Ég þjáist, þess vegna er ég til“. Er hann virðir heiminn fyrir sér úr þessari auðnarlegu hæð, sýnist honum hann vera í samræmi við hina ægilegu lýsingu Shakespeare’s, „saga i munni fábjána, full af ógnargangi og æði, án alls tilgangs“. — Vissulega hafa menn þegar áður cn orðið l’existentialisme (verund- arspeki) varð til orðið varir við lífs- leiða (taedium vitae, Weltschmerz), þunglyndi og andstyggð á lífinu. Fjöldi skáldsagnahöfunda, einkum síðan Dostojevski leið, hafa lýst fyrir oss mönnum, sem lotið hafa í lægra haldi í lífinu, orðið áttavillt- ir, kvíðafullir og ringlaðir í óskilj- anlegum heimi. Já, einmitt þetta, þetta liugarástand er upphaf ver- undarspeki allra alda. „Verundar- speki“ er þvi fyrst og fremst eitt þeirra nafna, sem heimspekingarn- ir hafa fundið upp til að tákna ugg og ótta mannsandans andspænis heiminum. * * * Þó að tilfinningarnar í heild séu hinar sömu, þá skiptast leiðir, þeg- ar ályktanir skal draga af slíkri böl- sýnisskoðun á heiminum. Segja mætti, að sjálfsmorð væri sú lausn, er fyrst lægi fyrir, og hún allrökrétt En verundarspekin Ieitar annars vegar trúrænnar lausnar, — það var ávallt afstaða Kierkegaards, — lúns vegar hallast hún að ókynnis- stefnu (agnosticisme, þ. e. stefnu, sem heldur því fram, að þekking á hinum algilda sannleika sé mönn- um ómöguleg). Er hin síðar nefnda leið lausn sú, sem Jean-Paul Sartre fylgir, enda er heimspeki hans gegnsýrð efnishyggju. Skal nú í örfáum orðum greint frá manni jtessum, sem skipar mjög áherandi sess í andlegu lífi samtíð- arinnar. Jean-Paul Sartre er fæddur i París, 21. júní 1905. Faðir hans, sem var sjúliði, andaðist í Indókína, er sonur hans var enn á unga aldri. Móðurfaðir hans var kennari við æðri skóla i þýzku, enda hafði hann lokið embættisprófi í þeirri grein. Móðir lians giftist öðru sinni skipaeigaiula. Settist fjölskyldan að í la Rochclle. Ilóf Sartre nám við menntaskólann i þeirri horg. A stríðsárunum fyrri var hann nem- andi við Ilinriks IV. menntaskólann í París, þar sem afi hans var þýzku- kennari. Sartre sóttist námið af- hurðavel. Einkum lágu bókmenntir opnar fyrir honum, enda hafði hann mestu mætur á klassískum fræðum. Orti hann þá þegar ljóð og lék með leikflokki bekkjar síns. Hinn kærsti vinur hans og skóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.