Islande-France - 01.10.1948, Side 13

Islande-France - 01.10.1948, Side 13
ISLANDE- FRANCE 11 arlaust á þá staðreynd, að hin feg- ursta perla sé, þegar allt kemur til alls, einungis afleiðing af sjúkdómi skelfisksins. Þannig er, segir hann, einnig skáldskapurinn skilgetið af- kvæmi sorgarinnar. Það er skáld- skapur fólginn í hinum þjáningar- fullu játningum manns eins og Kierkegaards. Eins og hin miklu ljóðskáld, stynur hann í meðvitund nm „einangrun“ sína, hina átakan- legu einveru. Hann er einmana ein- stæðingur í fjarstæðukenndri til- veru. Hin eina vissa, sem liann á, er sú að vera til (d’exister): „Ég þjáist, þess vegna er ég til“. Er hann virðir heiminn fyrir sér úr þessari auðnarlegu hæð, sýnist honum hann vera í samræmi við hina ægilegu lýsingu Shakespeare’s, „saga i munni fábjána, full af ógnargangi og æði, án alls tilgangs“. — Vissulega hafa menn þegar áður cn orðið l’existentialisme (verund- arspeki) varð til orðið varir við lífs- leiða (taedium vitae, Weltschmerz), þunglyndi og andstyggð á lífinu. Fjöldi skáldsagnahöfunda, einkum síðan Dostojevski leið, hafa lýst fyrir oss mönnum, sem lotið hafa í lægra haldi í lífinu, orðið áttavillt- ir, kvíðafullir og ringlaðir í óskilj- anlegum heimi. Já, einmitt þetta, þetta liugarástand er upphaf ver- undarspeki allra alda. „Verundar- speki“ er þvi fyrst og fremst eitt þeirra nafna, sem heimspekingarn- ir hafa fundið upp til að tákna ugg og ótta mannsandans andspænis heiminum. * * * Þó að tilfinningarnar í heild séu hinar sömu, þá skiptast leiðir, þeg- ar ályktanir skal draga af slíkri böl- sýnisskoðun á heiminum. Segja mætti, að sjálfsmorð væri sú lausn, er fyrst lægi fyrir, og hún allrökrétt En verundarspekin Ieitar annars vegar trúrænnar lausnar, — það var ávallt afstaða Kierkegaards, — lúns vegar hallast hún að ókynnis- stefnu (agnosticisme, þ. e. stefnu, sem heldur því fram, að þekking á hinum algilda sannleika sé mönn- um ómöguleg). Er hin síðar nefnda leið lausn sú, sem Jean-Paul Sartre fylgir, enda er heimspeki hans gegnsýrð efnishyggju. Skal nú í örfáum orðum greint frá manni jtessum, sem skipar mjög áherandi sess í andlegu lífi samtíð- arinnar. Jean-Paul Sartre er fæddur i París, 21. júní 1905. Faðir hans, sem var sjúliði, andaðist í Indókína, er sonur hans var enn á unga aldri. Móðurfaðir hans var kennari við æðri skóla i þýzku, enda hafði hann lokið embættisprófi í þeirri grein. Móðir lians giftist öðru sinni skipaeigaiula. Settist fjölskyldan að í la Rochclle. Ilóf Sartre nám við menntaskólann i þeirri horg. A stríðsárunum fyrri var hann nem- andi við Ilinriks IV. menntaskólann í París, þar sem afi hans var þýzku- kennari. Sartre sóttist námið af- hurðavel. Einkum lágu bókmenntir opnar fyrir honum, enda hafði hann mestu mætur á klassískum fræðum. Orti hann þá þegar ljóð og lék með leikflokki bekkjar síns. Hinn kærsti vinur hans og skóla-

x

Islande-France

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.