Islande-France - 01.10.1948, Side 16
14
ISLANDE - FRANGE
spekings voru á þessa leið: „Heim-
speki þessi leiðir til siðfræði, já,
hugrakkrar siðfræði.“ Hvers konar
siðfræði? Eins konar stóuspeki að
hætti Alfreds de Yigny, ef lil vill ?
Ekki væri það óeðlilegt.
A skömmum tíma hefur verund-
arspekin brotizt úr þröngum skorð-
um hinnar vísindalegu heimspeki og
birzt í bókmenntunum. Frumkvöð-
ull liennar er rithöfundur og lieim-
spekingur í senn, og tímarit iians
„Les Temps Modernes“ ver miklu
rúmi til bókmenntalegra efna.
Sartre er mikilvirkur höfundur.
Hefur hann á fáum árum samið
fjölda rita. Skal fyrst getið skáld-
sagna hans: La Nausée (1938), Le
Mur (1939), Les Ghemins de Ja
Liberté (1945). Eru skáldsögur þess-
ar þýðingarmiklar fyrir nýja stefnu
í sagnaskáldskap samlíðarinnar á
Frakklandi. Skáldsögur, þar sem
liöfundar setja sér einungis það
markmið að segja frá, án þess að
bera fram nokkra skýringu á lieim-
inum, þoka um set fyrir öðrum,
sem aðeins eru tæki til að koma á
framfæri heimspekilegum eða há-
spekilegum skoðunum höfundarins.
Þá ber að geta leikrita hans: Les
Moucres (1942), IIuis-clos (1944). La
Þutain respectueuse (1946), Morts
sans sépulture (1947), Les Mains
sales (1948). Erfitt er að segja um,
hvort öll þessi rit eru i rauninni
„leikhæf“. Samt er það óyggjandi,
að þau hafa vakið mikla athygli í
leiklistarlieiminum. Hefur hið sið-
ast talda einkum átt miklum vin-
sældum að fagna í París.
Nú hefur verundarspekin auk
leikhúsanna einnig látið kvikmynd-
ir til sin taka. Hvar lætur hún stað-
ar nuniið?
★ ★
*
Mjög snemma olli verundarspek-
in ritdeilum miklum. Er jafnvel
hægt að kveða svo að orði, að rit-
deilur Ijái lienni lífsþrótt og rökræð-
ur séu hennar eiginlega andrúms-
loft.
Upp á síðkastið er farið að ræða
um afturkipp í henni. Satt að segja
er Iiætt við, að verundarspeki Sar-
tres verði tormelt mörgum kristn-
um mönnum og einkum kaþólskum
mönnum. Ákafar umræður eru þeg-
ar hafnar um svo nefnda persónu-
speki“ (personalisme) og frum-
kvöðull hennar talinn vera ungur
maður, Maurice Nédoncelle (siðan
doktorsritgerð hans birtist 1942, og
fjallar hún um gagnverkun sam-
vizknanna, sur la „réciprocité des
consciences"). Verundarspekin með
hið persónulega viðhorf sitt er í
rauninni rcist á þeim sannleiks-
grundvelli, sem Descartes orðaði á
þessa leið: „Ég hugsa, þess vegna er
ég lil.“ Ris liún öndverð við efnis-
hyggju þeirri, sem kennd er við
Marx. Áhangendur Marx álíta því
verk Sartres aðeins vera úrkynjað
hugmyndakerfi, kenningu auðnar
og dauða. Ilins vegar er verundar-
spekin tízka. Láta þá uppskafning-
arnir aldrei á sér standa. Eru þeir
að vísu allsófróðir um heimspeki,
vita ekkert um Kirkegaard og Hegel,
hafa ekki Iitið í „/’ Eire et le Néant“
(„Verund og glötun“), rugla saman
lífsinnihaldi (l’essence) og verund