Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 16

Islande-France - 01.10.1948, Blaðsíða 16
14 ISLANDE - FRANGE spekings voru á þessa leið: „Heim- speki þessi leiðir til siðfræði, já, hugrakkrar siðfræði.“ Hvers konar siðfræði? Eins konar stóuspeki að hætti Alfreds de Yigny, ef lil vill ? Ekki væri það óeðlilegt. A skömmum tíma hefur verund- arspekin brotizt úr þröngum skorð- um hinnar vísindalegu heimspeki og birzt í bókmenntunum. Frumkvöð- ull liennar er rithöfundur og lieim- spekingur í senn, og tímarit iians „Les Temps Modernes“ ver miklu rúmi til bókmenntalegra efna. Sartre er mikilvirkur höfundur. Hefur hann á fáum árum samið fjölda rita. Skal fyrst getið skáld- sagna hans: La Nausée (1938), Le Mur (1939), Les Ghemins de Ja Liberté (1945). Eru skáldsögur þess- ar þýðingarmiklar fyrir nýja stefnu í sagnaskáldskap samlíðarinnar á Frakklandi. Skáldsögur, þar sem liöfundar setja sér einungis það markmið að segja frá, án þess að bera fram nokkra skýringu á lieim- inum, þoka um set fyrir öðrum, sem aðeins eru tæki til að koma á framfæri heimspekilegum eða há- spekilegum skoðunum höfundarins. Þá ber að geta leikrita hans: Les Moucres (1942), IIuis-clos (1944). La Þutain respectueuse (1946), Morts sans sépulture (1947), Les Mains sales (1948). Erfitt er að segja um, hvort öll þessi rit eru i rauninni „leikhæf“. Samt er það óyggjandi, að þau hafa vakið mikla athygli í leiklistarlieiminum. Hefur hið sið- ast talda einkum átt miklum vin- sældum að fagna í París. Nú hefur verundarspekin auk leikhúsanna einnig látið kvikmynd- ir til sin taka. Hvar lætur hún stað- ar nuniið? ★ ★ * Mjög snemma olli verundarspek- in ritdeilum miklum. Er jafnvel hægt að kveða svo að orði, að rit- deilur Ijái lienni lífsþrótt og rökræð- ur séu hennar eiginlega andrúms- loft. Upp á síðkastið er farið að ræða um afturkipp í henni. Satt að segja er Iiætt við, að verundarspeki Sar- tres verði tormelt mörgum kristn- um mönnum og einkum kaþólskum mönnum. Ákafar umræður eru þeg- ar hafnar um svo nefnda persónu- speki“ (personalisme) og frum- kvöðull hennar talinn vera ungur maður, Maurice Nédoncelle (siðan doktorsritgerð hans birtist 1942, og fjallar hún um gagnverkun sam- vizknanna, sur la „réciprocité des consciences"). Verundarspekin með hið persónulega viðhorf sitt er í rauninni rcist á þeim sannleiks- grundvelli, sem Descartes orðaði á þessa leið: „Ég hugsa, þess vegna er ég lil.“ Ris liún öndverð við efnis- hyggju þeirri, sem kennd er við Marx. Áhangendur Marx álíta því verk Sartres aðeins vera úrkynjað hugmyndakerfi, kenningu auðnar og dauða. Ilins vegar er verundar- spekin tízka. Láta þá uppskafning- arnir aldrei á sér standa. Eru þeir að vísu allsófróðir um heimspeki, vita ekkert um Kirkegaard og Hegel, hafa ekki Iitið í „/’ Eire et le Néant“ („Verund og glötun“), rugla saman lífsinnihaldi (l’essence) og verund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.