Islande-France - 01.10.1948, Page 20

Islande-France - 01.10.1948, Page 20
18 ISLANDE - FRANCE s4ndré ouðáeau-, íeltor vik —Jdáilóía ^3i(andi : Staðsetning franskra háskóla PARÍS OG SOR- BONNE hafa ekki einkarétt ti! háskólakennslu í Frakklandi. Það er staðreynd, sem yfirvöldiu hafa tekið sér fyrir hendur að koma frönsku æskunni í skilning um, fyrst og fremst. 1 byrjun kennslu- ársins 1947 —1948 var háskólinn í París að kaffærast í flóði 55000 nemenda og átti á hættu að öll kennsla færi í mola vegna þessa aragrúa — að frátöldum þeim örðug- leikum í húsnæðismálum og fæðis- öflun, sem af þessu leiddi. Varð því að grípa til róttækra ráðstafana og til dæmis neita upptöku öllum þeim, sem áttu heima úti á landsbyggðinni og gátu notið algerlega hliðstæðrar kennslu i héraðsháskólum þeim, er næstir voru heimkynnum þeirra. Af þessum ástæðum cr sprottin aðsókn- in að hinum ýmsu deildum héraðs- háskólanna, sem að tilhlutun kennslumálaráðuneytisins hafa á að skipa kennaraliði með sömu heitum, sömu starfshæfni og lúta sama s tj órnarfyrirkomulagi og Parísar- háskólinn Þeir ungu menn, er koma frá út- löndum til ])ess að fullnuma sig í Frakklandi, kjósa eðlilega, er þeir losna af fyrirlestrunum, að geta gengið Boulevard Saint-Michel, séð turnana á Frúarkirkjunni og reikað um í Luxembourg-garðinum og ef til vill að geta notið einhverra af þeim skemmtunum, sem efni þeirra leyfa og höfuðborg okkar býður þeim í ríkum mæli. Þeir voru tíu þúsund árið 1939, þar af meira en helmingurinn í París; sex þúsund voru komnir í þeirra stað 1947. Frakkland vill gjarnan geta boðið þessum gestum til dvalar í París, en eins og að framan getur, hefur það orðið að minna sína eigin háskóla- æsku á, hvernig högum er háttað í raun og veru. Til þess að forða þeim íslenzku stúdentum frá nokkrum vonbrigðum, sem kynnu að fara til Frakklands og þrá París, teljum við rétt að skýra frá þeim stórfelldu möguleikum, sem frönsku héraðshá- skólarnir hafa á boðstólum. 1 Frakklandi eru 16 háskólar, auk Parísar-háskólans. Kennslan er þar opinber og á vegum ríkisins, og hver urn sig er þannig úr garði gerður, að hann getur látið í té hina full- komnustu fræðslu, jafnt í þeim grein- um, er lúta að heimspeki og þeim, sem að náttúruvísindum lúta. Að minnsta kosti þrír þeirra, þ. e. há- skólarnir í Lyon, Lille og Toulouse, voldugar, margþættar stofnanir, sem standa á gömlum merg, eru í Frakk- landi álitnir standa fullkomlega jafn-

x

Islande-France

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.