Islande-France - 01.10.1948, Síða 21
ISLANDE - FRANCE
19
í'ætis’ Sorbonne-háskólanum. Þar
geta stúdentar tekið öll sömu próf
og við Parisar-háskólann.
Þessar aðstæður veita fyrst og
fremst tækifæri til að velja milli
landshluta og loftslags, sem stundum
getur verið nauðsynlegt fyrir að-
komumenn. Grenóble, til dæmis,
svöl og umkringd fjallahring, hefur
mn langt skeið verið nokkurs konar
norræn nýlenda. Aix og Montpellier
með þurru og lieitu loftslagi laða
að sér nemendur úr Austurvegi. —
Bordeaux og Toulouse eru fjölsóttar
af ungmennum frá Suður-Ameríku.
Þó er ef til vill ekki rétt að gera of
mikið úr þessu atriði um loftslagið.
Að byrja að kynnast frönsku þjóð-
lífi i Touraine, þar sem getur að líta
hið fegursta landslag og heyra má
hreinasta tungutak frönskunnar,
gefur vissulega betri raun en skyndi-
koma i Parísar-umhverfi. Þetta höfðu
bandarísku háskólarnir, sem bæði eru
aðgætnir og praktískir, skilið þegar
fyrir styrjöldina. Þeir gerðu nem-
endum sinum að skyldu að dveljast
annað hvort í Nancy eða við há-
skólann í Poitiers, á meðan þeir væru
að venjast öllum aðstæðum.
Héraðsháskólarnir, sem að vísu
eru háðir ríkinu og að vissu leyti
samræmdir af því, væru þó hvorki
lifrænar stofnanir né ættu heldur
skilið sína gömlu hefð, ef þeir ættu
ekki sín séreinkenni, cða öllu heldur
hver sitt aðalblutverk. Allt slíkt
verður að sérgreinum, sem aðstaða
einhverrar stórborgar eða daglegt líf
blutaðeigandi héraðs setur svip sinn
á eða skapar. Þannig er Lille til
dæmis vegna legu sinnar orðin mið-
stöð engilsaxneskra fræða, Stras-
bourg við Rin hefur einkarétt á
germönskum fræðum. I Lyon og Aix
er aðaláherzlan lögð á ítölsku og
portúgölsku í Bordeau og Toulouse.
Ennþá frekar en í bókmennta-
fræðum gætir þó legu háskólaborgar,
þegar um náttúruvísindi eða verk-
leg fræði er að ræða. Rannhæft sam-
band við starfandi hönd og það, sem
náttúran leiðir í ljós úr skauti sínu,
beinir rannsóknunum á ákveðnar
brautir. Þannig hefur til dæmis há-
skólinn í Nancy, sem liggur nálægt
námahéraði, samtímis þvi, sem hann
heldur við sinni gömlu hefð sem
praktískur skóli, forustu meðal sér-
fræðinga i praktískri jarðfræði og
jarðvegsrannsóknum. Á sama hátt
hefur háskólinn í Grenoble í’afmagns-
fræði, vatnsvirkjun og rafmagnsefna-
fræði, sem ákveðnar sérgreinar.
Besancon, sem í iðnaðinum er höfuð-
miðstöð úrsmíðinnar, hefur sérstaka
fræðigrein, þótt lítil sé, sem sé
krónómeterfræði. 1 Nancy er hægt að
leggja stund á ölgerð, en í þeirri iðn-
grein hefur áhrifa þaðan jafnan gætt
í Sviss og Suður-Þýzkalandi. Sakir
flutnings milli staða hjá ýmsum iðn-
greinum, er nú svo komið, að Poit-
iers er komin í fremstu röð um allt
það, er lýtur að lofttækni og
straumafræði.
Tiltölulega ný tilskipan, frá 27.
marz 1948, kveður endanlega á um
gildi slíkra sérgreina. Þeir erlendir
stúdentar, sem venja komur sínar til
Frakklands til þess að öðlast frakk-
neskt prófskírteini, ættu að kynna
sér hana. Háskólayfirvöldin urðu að
vísu vör við nokkurt hik hjá tilvon-
- .