Islande-France - 01.10.1948, Page 28
26
ISLANDE - FRANCE
fyrir okkur leyndardómum atóm-
unnar og hinni furðulegu rás elektr-
ónanna. Enginn hafði hæfileika á
við Ravel til að gera sveifluhreyf-
ingar að uppistöðu í tónlist fyrir
leikdans. Slíkt liefði ekki valdið
honum neinum vandkvæðum. Tón-
skáldinu, sem í Gaspard de la nu.it
lætur okkur he3rra, hvernig regnið
lemur gluggana og' regndroparnir
renna niður eftir rúðunum, hefði
ekki vaxið í augum að gera okkur
skiljanleg fyrirbæri, sem okkur er
ekki gefið að skynja.
En hverfum nú frá álfheimum og
hinum smávöxnu hulduverum skóg-
anna og til mannheima, þvi að mér
leikur hueur á að virða Ravel fyrir
mér meðal mannanna og gera mér
grein fyrir því, hvernig fánýtur er-
ill þeirra og hávær tilfinningasemi
verkar á þennan hrifnæma og
háðska meistara. Hin skarpa anda-
gift hans kom 'fram i nístandi háði i
samskiptum hans við mennina. Ást-
fangnar konur og uppburðarlitla
elskhuga dró hann sundur og sam-
an i háðinu, svo sem t. d. i Heure
espagnole . . En hann vildi engum
illt, og saklausir leikir hinnar lífs-
glöðu æsku voru honum hugþekk
viðfangsefni. Þannig gat ekki hjá
því farið, að hin síferska saga
Longus um saklausar ástir Dapnis
og Chloé gæfi snilligáfu Ravels laus-
an tauminn. Hann gaf sér tóm og
tækifæri til að fylgja þessum tveim-
ur börnum um engi og aldingarða,
sem hann þekkti svo vel. Þegar rúss-
neska listdanssveitin setti Daphnis
og Chloé á svið, skreytti Léon Raket
leiktjöldin með grátviði og furu-
trjám. Þar lét hann sitt persónulega
sjónarmið ráða. En í rauninni hafði
Ravel víði og ösp í huga, og' enn-
fremur tún og engi þakin smára,
sóleyjum og baldursbrám. Þegar
Chloé vaknar til ástleitni og Iýtur
yfir tært lækjarvatnið til að spegla
sig, þá er hún ekki stödd á eyjunni
Mytilene, heldur er þetta Iækur, sem
rennur í Marne eða Signu. Ravel er
alltaf franskur í húð og hár i verk-
um sínum. Þótt hægt sé að henda á
verk eins og Boléro og Rapsodie es-
pagnole, þá eru þau að öllu leyti
háð sköpunargáfu Ravels, og þar
er ekkert spænskt annað en það, sem
hið háðska hugmyndaflug hans
kann að koma þar að.
Ravel bar með sér aðalsmerki
Frakklands, og tónverk hans lýsa
skaplyndi mótuðu af frönsku hug-
viti. Þetta aðalsmerki kemur fram i
öllmn tónsmíðum hans, í fullkomn
um frágangi og fágun, þar sem eng-
inn nútíma tónsnillingur tekur hon-
um fram,og ennfremur í sameiningu
vitsmuna og tilfinninga, sem gefur
frönskum listaverkum hið sérkenni-
lega og alþjóðlega svipmót sitt. Seið-
mátlurinn í tónsmíðum Ravels nær
til allra þjóða og her hvarvetna á-
vöxt.
Þannig vottaði sjómaðurinn Ravel
hjartnæma virðingu sína með þvi að
blístra lagið Boléro.
Hvers gat höfundur þessa víð-
kunna lags óskað sér frekar, en að
landi lians og sveitungi slvyldi gefa
lífsgleði sinni útrás og gera það ó-
dauðlegt með því að hlistra það fyr-
ir neðan gluggana á fæðingarheim-
ili hans?