Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 4

Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 4
hennar, þá líktist hún helzt þreyttu og hryggu barni, sem hefði átt að vera búið að svæfa fyrir löngu. Hún var ekki falleg, en hún var iðandi af fjöri. Á sömu fimm mínútunum gat hún virzt róleg, æst, lokk- andi, volandi, önug, alúðleg, sakleysisleg, undrandi og fullkomlega ringluð, allt eftir því hvað henni datt í hug, þá og þá stund- ina. Það eina, sem hún gat ekki, var að koma mönnum svipleysislega fyrir sjónir. „Nú er ég auglýsingastjóri yðar,“ sagði Jim. „Þér neyðist til að sætta yður við mig. Sérgrein mín var sú, að kynna almenningi efnilega leikara, — áður en byrjað var að kvikmynda þá.“ „Var sú?“ sagði Anna. „Hvað hafið þér þá tekið yður fyrir hendur upp á síðkastið? Ég þarf á reyndum. manni að halda.“ „Fyrirgefið gleymskuna," sagði Jim. „For- setinn kallaði mig til annarra starfa. Það var um að ræða nokkuð í líkingu við heims- styrjöld, eins og þér máske hafið heyrt um.“ Það var eins og rynni upp ljós fyrir Önnu. „Nú, það er þessvegna sem þér eruð haltir! Særðust þér í árás?Á hverngerðuð þér árás?“ ,,Á skrifborð í Pentagon-byggingunni, og það var því miður skrifborðið sem bar sigur sigur af hólmi,“ svaraði Jim þurrlega. ÞEKKT BLAÐAKONA kom að borðinu til þeirra. Jim krækti klónum í hana, en lrann þurfti ekki að hafa fyrir því að brjóta heilann um upplýsingar, sem hann ætti að gefa Önnu. Það annaðist hún sjálf með ágætum, upp á eigin spýtur. Hvorki Jim né blaðakonan kom einu orði að. „Þegar ég var lítil, var ég ein af þeim börnum, sem hafa yndi af að ata sig upp úr forarpollum. í skólanum forðuðust strák- arnir mig eins og pestina. Um tíma gekk ég með gleraugu, því að ég fékk stöðugt höfuð- verk af að hugsa um sjálfa mig.“ „Segið mér ...“ byrjaði blaðakonan. „Með ánægju,“ sagði Anna. „Mér finnst Zimbal vera mesti maður í heimi. Þess verð- ið þér umfram allt að geta. Hver hefði trú- að því, að stúlka eins og ég kæmist til Holly- wood og gæti grætt ósköpin öll? Og það undir fölskum forsendum. Ég var að því komin að missa trúna á sjálfri mér. Nú er efi minn næstum horfin." Eftir að þau höfðu skilist við blaðakon- una, tók Jim Önnu með sér til þess að taka á móti hermönnum, sem voru að koma heim. Enginn Ijósmyndaranna virtist hafa hinn minnsta áhuga á henni, og öll fyrir- höfn Jims, í þá átt að vekja athygli þeirra á henni, kom fyrir ekki. En hún reyndist sjálf vanda augnabliksins vaxin. Þegar hermenn- irnir komu i skrúðgöngu, stóð hún við hlið- ina á liershöfðingja nokkrum, og tárin streymdu niður lcinnar hennar. Hún var svo átakanlega hrærð, að ljósmyndararnir ruddust að henni. Þar á eftir fór Jim með hana til hádegis- verðar í gistihús eitt. „Þér voruð afbragð í eftirmiðdaginn,“ sagði hann. „En segið mér annars, hvernig í ósköpunum tókst yður að framleiða allt þelta táraflóð?" „Ég hugsaði mér bara, að það væruð þér, sem væri að koma heim, eftir að hafa dvalið erlendis svo árum skipti," svaraði Anna. „Þér höfðuð gleymt mér — við höfð- um daðrað ofurlítið saman, áður en þér fór- uð. Og nú voruð þér að koma heim til unn- ustu yðar, þekktrar samkvæmis- og fegurð- ardísar. Og þarna stóð ég því, peningalaus og vonsvikin, sökum þess að ást mín til yðar var of sterk til þess að ég gæti hugsað mér að eyðileggja gæfu yðar. Fleima í fátæklegu íbúðinni minni var barnið — yðar barn — okkar barn — barn, sem þér rnynduð aldrei fá að sjá eða vita nokkuð um. Það var svo sorglegt, að ég blátt áfram missti alla stjórn á tilfinningum mínum!“ Þannig hélt þetta áfram næsta hálfan mánuð. Anna hafði persónuleikaskipti á nokkurra tíma fresti, og dugnaður hennar 2 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.