Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 5
var óþrjótandi. Jim uppgötvaði, að auð-
veldara væri að koma tíu venjulegum stúlk-
um á framfæri, heldur en einni stúlku af
tegund Önnu.
Fyrsta reynslukvikmyndin, sem Anna lék
í, var tekin að morgni dags, nokkru seinna.
Hún kom niður af æfingasviðinu allmjög
föl og tekin. Jim bauð henni til morgun-
verðar. Hún gat ekki komið einum einasta
bita niður, og augu hennar voru stór og
tómleg.
„Ég gat fundið lyktina af mínum eigin
leik,“ sagði hún og kreisti annarri hendinni
után um dúkhornið. „Hann verkaði á mig
eins og dauf svæla af brenndu gúmmí, á
heiðum haustdegi. Þetta eru þá endalokin."
„Tja,“ sagði Jim. „Á ég að panta meira
kaffi?"
Hún liristi höfuðið. „Þegar ég horfðist í
augu við mína eigin eyðileggingu og ósigur,
þá starfaði heilinn alveg rólega og raun-
hæft. Allt er nu fast ákveðið: Hnefafylli af
svefnpillum, slangan af ryksugunni sett í
samband við blásara bílsins, gluggarnir
þéttlokaðir og hurðin á bílskúrnum — það
tckur ekki langan tíma. Vertu sæll, Jim!
Líði þér ætíð sem allra bezt! Ég vona að
þú eignist betri stúlku, en ég hef verið þér.“
„Þú hefur ekki verið mín,“ sagði Jim.
„Jú, á vissan hátt.“
„Fyrirgefðu," sagði Jim. „Mér þykir leitt
að andmæla þér síðustu stundirnar, sem þú
átt eftir á lífi, en sambandið okkar á
milli hefur einungis verið af venjulegum
viðskipta-rótum runnið."
„Ég skal skilja kveðjubréf eftir til þín,“
sagði Anna, „sem mun gefa fólki ástæðu til
þess að ætla, að ég hafi verið þín. Þú munt
aldrei geta þurrkað út áhrif þess.“
„Ef þú heldur svona áfram, verður end-
irinn sá, að ég set líka slöngu í samband
við blásarann á bílnum mínum," sagði Jim.
„Nú skaltu heklur ganga með mér niður
að höfninni. Við tökum þar á móti beiti-
SKEMMTISÖGUR
skipi, sem er að koma heim af Kyrrahaf-
inu.“
Niðri á hafnarbakkanum iðaði allt af
ungum og fögrum stúlkum, og Jim varð að
taka á öllu sínu, til þess að geta otað Önnu
fram fyrir hinar. í því almenna uppnámi,
sem þarna var, missti hann sjónar af henni,
og þegar hann loks rakst á hana aftur, var
hún komin með herfang í eftirdrag. Það
var herðabreiður og kraftalegur sjóliðsfor-
ingi.
„Carlyle sjóliðsforingi — Jim Malvern,"
kynnti Anna. „Malvern er barnfóstran, sem
kvikmyndafélagið hefur fengið til þess að
gætá mín.“
„Það hlýtur að vera þægilegt starf," sagði
Carlyle. „Mig langar í eitthvað að borða.
Komið þér með, Malvern?"
„Gjarnan," sagði Jim fljótmæltur.
„Komdu, Anna!“
Þau óku af stað í stórum, svörtum bíl,
sem einkennisklæddur bílstjóri stjórnaði,og
var hann auðsjáanlegá glaður yfir að hús-
bóndi hans var aftur kominn heim. í hin-
um glæsilega veitingasal, þar sem þau
snæddu, virtust allir viðstaddir þekkja Car-
lyle.
„Einn kokkteil til, ungfrú Barker?"
„Nei, takk, drykkjuboltinn yðar,“ svaraði
Anna. „Ef ég drykki meira, færi mér ef til
vill að lítast betur á yður."
„Ha, hvað?“ sagði Jim.
„Þetta er undarlegur talsmáti af stúlku,
sem rauk á mig af fyrrabragði," sagði Car-
lyle og sneri sér að Jim. „Ég var upptekinn
við að gæta ákaflega fallegrar stúlku, svo
og sjálfs mín, þegar hún hérna vatt sér að
mér og sagði að sokkabandið sitt — eða
hvað það nú var — hefði slitnað."
„Anna Barker!" sagði Jim.“
„Ég var frávita," sagði Anna. „Allar hinar
stúlkurnar voru umltringdar karlmönnum,
en ég var sjálf alein! Þessvegna vatt ég mér
að þessum aulabárði!"
3