Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 6
„Nú-já, þá er ég orðinn aulabárður!"
sagði Carlyle.
Þegar þau yfirgáfu veitingasalinn, var
Anna skyndilega orðin vingjarnlegheitin
sjálf. „Þetta hefur verið ljómandi kvöld,“
sagði hún brosandi. „Ef ég hef sagt eitt-
hvað óviðurkvæmilegt, þá er það eingöngu
af því, að þér eruð óuppdreginn bjálfi, sem
ekki verðskuldar betra. Drottinn blessi yð-
ur, Hðsforingi!"
„Halló, ef þér ætlið niður í borgina, vilj-
ið þér þá ekki vera með?“ sagði Carlyle.
„Og þér líka, Malvern?"
„Nei, þakka fyrir gott boð,“ sagði Jim
og gekk leiðar sinnar.
HANN HRINGDI margoft til Önnu um
kvöldið, en það var ekki fyrr en um tólfleyt-
ið, sem hann náði sambandi við hana. Gæti
hann fengið að líta inn til hennar, svona í
fimm mínútur?
„Gjörðu svo vel,“ sagði Anna. „Ég er
lausingi, og þess vegna er mér alveg sama
hvað fólk segir."
Anna bjó í fremur litlu herbergi með að-
gangi að eldhúsi, en hún tók á móti honum
eins og væri hún húsfreyja á ensku sveita-
setri.
„Það var elskulegt af þér að koma,“ sagði
hún.
„Já, kærar þakkir, það var ágætt,“ greip
Jim fram í fyrir henni. „Heyrðu mig nú,
Anna, ég hef ekki komizt að með að segja
þér, hversu þýðingarmikil persóna þessi
Carlyle er. Hefurðu verið með honum í allt
kvöld?“ Þegar hún kinkaði kolli til sam-
þykkis, sló hann hrifinn á herðar henni.
„Það er afbragð! Hann er milljónamæring-
ur og íþróttamaður frá hvirfli til ilja. Þar
að auki hefur hann nú bráðlega átt stefnu-
mót við flestar laglegustu stúlkur heimsins.
Hann verður skotinn í þeirn, en lætur þær
svo fljótlega sigla sinn sjó. Hann er ákaf-
lega vinsæll, og allt, sem hann aðhefst, verð-
4
ur undantekningarlaust forsíðuefni. Þér
mun reynast mikil hjálp að láta sjá þig með
honum.“
„Mér er það vel Ijóst, Jim,“ sagði Anna.
„Það sagði mér það einn blaðamannanna
niðri á hafnarbakkanum. Það var þessvegna
sem ég rauk á hann.“
„Já, einmitt," mælti Jim.
„Ef ég afræð að giftast honum,“ hélt
Anna, áfram, „þá lofa ég þér því, að þú
sem íulltrúi rninn gagnvart almenningi,
skalt verða sá fyrsti, sem fær vitneskju um
það.“
„Ég er djúpt hrærður og þakklátur."
„Ekkert að þakka.“
„Jæja, góða nótt.“
Hann beygði sig ósjálfrátt niður að henni
og kyssti hana beint á munninn. Það hafði
verið áform hans, að þetta yrði nokkurskon-
ar fljóta-koss, en skyndilega hafði hann
sveipað hana örmum og þr^st að sér. Varir
hennar voru stinnar og sakleysislegar, eins
og á barni, og hún endurgalt koss hans af
barnslegu trúnaðartrausti. Ráðvilltur og
undrandi sleppti hann henni.
„Góða nótt, pabbi,“ sagði hún. „Þú held-
ur mig vera hálfgert flón, en þú ættir að
kunna þitt eigið fag betur en þetta. Hvor
hefur meiri möguleika til að vekja athygli
í Hollywood — skynsamleg stúlka eða flóns-
leg?“
Jim var forviða; bæði á henni og sínum
eigin barnaskap. Það var næstum óskiljan-
legt að fiamkoma hennar væri fyrirfram á-
kveðin, en hann hefði samt sem áður átt
að liafa haft hugboð um það.
„Góða nótt,“ sagði hann og fór.
MORGUNINN eftir hringdi hann til
Pickerells. Þeir höfðu einmitt verið að ’’
ljúka við að skoða reynslukvikmyndina af
Önnu. „Zimbal blátt áfram dansaði af á-
nægju,“ sagði Pickereíl. „Hinar öru svip-
breytingar hennar lýsa eins og leiftur um
SKEMMUSÖGUR