Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 10

Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 10
fyrir fjörutíu ára aldurvarhún samadeiðin- lega prestsdóttirin, sem hann hafði kvænzt fyrir tuttugu árum ... í sumarleyfi, þegar heilbrigð skynsemi hans hafði drukknað í sólskini og tunglsljósi. Hún hefði átt að verða ástfangin af einhverjum aðstoðar- prestsgarmi en ekki metnaðargjörnum, ung- um lækni. „Hefurðu það, góði minn?“ „Hef ég hvað?“ „Sofið vel?“ „Já, já, — alveg eins og venjulega.” Gat hún ekki skilið, að hann langaði ekk- ert til að tala? „Er kaffið ekki gott, góði minn?“ „Jú. Ágætt. Dásamlegt." Þetta var allt og sumt, sem hún krafðist af lífinu. Engin tilbreyting, engar geðshrær- ingar, ekkert. Einungis viðurkenning á að lieimilisstörfin væru vel af hendi leyst — og kaffið gott. Drottinn góður, en hvað honum leiddist hún! Var nokkur furða þó hann daðraði öðru hvoru við einhverja af konunum í Longlands Park? Honum datt Muriel Stone í hug, nýji sjúklingurinn hans. Hún var sannarlega töfrandi kona — reynd, leyndardómsfull, fögur, gáfuð. ... Hún var einmitt kona, sem gat hrakið leiðindin burt. Og henni leizt líka vel á hann, um það var hann sannfærður. Hann hafði sagt, að hann myndi líta inn til hennar síðdegis, enda þótt þau vissu bæði fullvel, að það var ekk- ert að henni. „Arthur, síminn —" „Hver er það?“ „Hún vildi ekki segja til nafns. Ég spurði tvisvar, en hún sagðist einungis þurfa að tala við lækninn. Vesalingurinn," andvarp- aði Emily. „Hún er utan við sig. Það er sjálfsagt eitthvað að börnunum." Arthur Lynd tautaði eitthvað í barminn. Kvenfólk, sem hafði áhyggjur út af ein- hverju öðru en sjálfu sér, leitaði ekki til hans, þær fóru allar til Wilsons gamla. Hans eigin sjúklingar komu til hans vegna þess, að hann leit vel út og kom þægilega fram við þær — og mennirnir greiddu stór- ar fúlgur fyrir læknishjálp. Hann tók símann inni í læknisstofunni. „Lynd læknir hér.“ „Ó, Arthur — guði sé lof, að þú skyldir ekki vera farinn út.“ „Við hverja tala ég?“ „Heyrirðu það ekki? Það er ég — Elsa.“ „Já, góðan daginn, frú Readíng." Betur að fjandinn hirti þennan bjána! Að tala þannig í síma! „Ertu ekki einn?“ „Jú, það er ég —“ sagði hann með ís- kulda. Hann heyrði hana grípa andann á lofti. „Nú, þannig — ég skil. Þú vilt ekki sjá mig framar. Eða heldur, að þú sért laus við mig.“ Hann beit saman vörunum. Nú, það var bersýnilegt, að hann myndi hafa vandræði af henni. Hún hafði tekið þetta lítilfjörlega daður þeirra of alvarlega. „Nú, jæja, en er nokkuð að yður núna?“ spurði hann faglega. „Nei, þakka. Það er Róbert — maðurinn minn.“ „Hvað?“ „Maðurinn minn. Ég held hann ætli að gera uppistand, Arthur." Nú var það hann, sem greip andann á lofti. „Jæja, þá verð ég víst að koma og tala við yður, eða hvað?“ „Nei, ekki hingað. Ekki að tala uml Ég get sagt þér, að hann grunar eitthvað. Ég verð á Warren-gatnamótunum klukkan ellefu. Þú getur stanzað og spurt, hvernig mér líði.“ „Já, en, frú Reading, ég —“ Hann talaði ekki við neinn. Hún var bú- in að leggja frá sér tækið. 8 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.